4.11.2008 | 12:38
Lítil saga af láni og sitthvað fleira
Góðan daginn.
Var að skoða reikninga frá Íbúðalánasjóði í gær og viti menn sl 7 mánuði hefur lánið okkar hækkað um 1 milljón . Við tókum upphaflega 8 milljóna króna lán, í dag stendur það í 10,6 milljónum. Mánaðarlegar greiðslur hljóða uppá 56 þúsund þaraf eru 32 þúsund vextir. Afborgun að höfuðstólnum er um 6 þúsund.
Skil ekki alveg þetta nýjasta í bankamálaumræðunni. En ef ég skil það rétt virðist sem yfirmenn í Kaupþingi hinu gamla hafi slegið lán hjá bankanum sem þeir störfuðu hjá til að geta keypt hlutabréf í sama banka.Svo var bara allt afskrifað þegar bankinn fór á hausinn eða þegar ríkið tók yfir bankana. Leiðréttið mig endilega ef þetta er misskilningur. Ég er reyndar ekki viðskiptamenntuð en ég lærði um debet og kredit á sínum tíma og það er jú það sem þetta snýst um í aðalatriðum, eða hvað ??
Nóg um það. Það eru leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Okkar menn mæta Atl.Madrid og fer leikurinn fam á Anfield.

Vonandi eru piltarnir Liverpool búnir að jafna sig eftir fyrsta tapið í deildinni gegn Tottenham á laugardaginn var. Ekki er útilokað að Torres verði með í kvöld. Ef við vinnum þennan leik og önnur úrslit verða okkur hagstæð er líklegt að við komumst áfram.
Forsetakjör í Bandaríkjunum fara nú loksins fram. Mér finnst eins og þessi kosningabarátta sé búin að vara í mörg ár. Spáið í fjármagnið sem er búið að fara í þetta bull. Obama virðist líklegur sigurvegari að mér skilst. Fólk er svo heillað að manninum að það er tilbúið að bjóða fram kynlíf til að fá miða á síðasta kosningafund kappans,já það er ekki öll vitleysan eins.
Við höldum áfram að vera stærst og best í öllu. Nú erum við með hæstu verðbólgu í heimi (OECD ríkjunum). Áfram Ísland
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.