Fyrsta tapið á leiktíðinni

Góðan dag.Við mæðgur búnar að vera á fótum alllengi.

Það eru ekki alltaf jólin í boltanum. Okkar menn í Liverpool töpuðu fyrsta leik sínum á leiktíðinni í gær. Það voru semsagt botnlið Tottenham sem lagði okkar menn að velli.  

IMG_4523

 

Okkar menn voru þó mikið betri fyrsta klukkutímann en eftir sjálfsmark Carragher datt botninn úr leik liðsins og Tottenham undir stjórn nýja þjálfarans Harry Redknapp vann leikinn 2 :1. Redknapp virðist vera gera mjög góða hluti með liðið því það hefur krækt sér í 7 stig í þremur leikjum. Minnstu munaði að United menn misstu sinn leik í jafntefli en þeir spiluðu á móti nýliðunum Hull og fór sá leikur 4:3. Þar voru Mokveiðifélagsmenn heppnir. Stoke heldur áfram að koma á óvart en þeir lögðu Arsenalmenn í gær, já bróðir sæll þú hefðir kannski átt að halda áfram að halda með Stoke eins og þú gerðir í den.

 

 

IMG_4516

 

En það voru Chelsea sem stal senunni í gær og toppsætinu líka þegar þeir unnu Sunderland 5:0. En okkar menn fylgja fast á eftir og eru með jafnmörg stig og Chelsea en þeir síðarnefndu eru með betri markatölu. Næsti leikur er á móti WBA og fer fram 8.nóvember á Anfield.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunna mín bróðir sæll er og verður alltaf Stokari !  Hér er sko horft á Stoke leiki ! Áfram Stoke !

Dóra (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband