31.10.2008 | 13:49
Föstudagur til fjár...
Góðan og blessaðan.
Jæja það er bara kominn föstudagur. Eins og máltækið segir að þá var föstudagur einhvern tímann til fjár en held varla að það standi undir nafni núna.
Mín búin að fara í ræktina og taka rækilega á því, moka snjó af svölunum, taka einn rúnt um húsið í léttri tiltekt og setjast niður með vinkonu í hádeginu og þamba skyrbúst og bryðja grænmeti og klukkan bara eitt eftir hádegi. Finnst þetta bara nokkuð vel af sér vikið miðað við aldur og fyrri störf .
Kollegar mínir streyma í Sjallann í kvöld á árshátíð sjúkrahússins. Mín ákvað að sitja heima þetta árið, meiri ræfilsdómurinn í manni,auðvitað hefðum við átt að drífa okkur.
Minn kæri Páll Óskar DJ kvöldsins og allt. Jæja maður drífur sig bara næst. Það er nú einu sinni kreppa og þá á maður að spara ekki satt ???
Þessi stórglæsilega mynd var einmitt tekin á árshátíðinni í fyrra og þá lét mín sig ekki vanta og Palli ekki heldur .
En kæra sjúkrahúsfólk ! Skemmtið ykkur hrikalega vel í kvöld og etið og drekkið eins og þið getið í ykkur látið .
Nýjasta pick-up línan: Sæææll ! Ég er ríkisstarfsmaður .
Stelpurnar okkar í fótboltanum komnar áfram í EM 2009 eftir að þær lögðu Írana á ísilögðum Laugardalsvellinum í gær. Glæsilegur árangur það.
Heimasætan mín er að fara að keppa með 5.flokki í dag og 6.flokki á morgun. Hún ætlar að verða næsta Margrét Lára. Flott markmið það.
Eigið góðan föstudag og vonandi verður hann til fjár líka
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Halló - hvernig er hægt að missa af balli þar sem Páll Óskar er dj? Hann er bara gleðipinni drengurinn
Sigrún Óskars, 1.11.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.