9.10.2008 | 22:23
Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Gott kvöld. Jæja þá eru liðnir nokkrir dagar síðan allt fór til helv......Fjölmiðlar eru duglegir að mata okkur á upplýsingum eins og eðlilegt er. Hlutirnir gerast hratt og alltaf eitthvað nýtt í hverjum fréttatíma og þá er ég ekki að tala um neinar gleðifréttir eins og þjóð veit. Ég hrökk talsvert við í dag þegar 9 ára gömul dóttir mín þe heimasætan fór að yfirheyra mig um ástandið og spurningar hennar urðu til þess að ég valdi þessa fyrirsögn þe aðgát skal höfð í nærveru sálar. Við verðum að passa uppá börnin okkar meðan þessi ósköp dynja yfir og útskýra fyrir þeim á einfaldan hátt hvað er um að vera svo þau fari nú ekki að ímynda sér hitt og þetta og mála skrattann á vegginn (ef það er þá hægt).
Þessar elskur eiga rétt á að lifa áfram áhyggjulausu lífi því nógu snemma koma nú áhyggjurnar samt ef þetta er það sem bíður þeirra í framtíðinni. Búum því vel að börnunum okkar og gerum eitthvað skemmtilegt með þeim um helgina bæði fyrir þau og ekki síður okkur.
Við ætlum að drífa okkur í sveitina og skoða búfénaðinn sem nú er kominn af fjalli. Þar má fyrst nefna glæsigimbrarnar Sól og Máney. Nú svo á að taka slátur og skella í kæfu.
Góða nótt elskurnar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
já rétt hjá þér, við verðum að passa okkur, koma ekki óþarfa áhyggjum yfir á börnin. Ég er að reyna að vera jákvæð og að mestu hætt að hlusta á þessar neikvæðu fréttir.
góða helgi og góða ferð í sveitina
Sigrún Óskars, 10.10.2008 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.