Appelsínugulir eyrnatappar

Góðan og blessaðan daginn ágætu bloggheimavinir. Liðin heil árstíð og mörgum fiskum verið landað síðan mín skráði sig hér inn en nú skal bætt fyrir syndir síðustu mánaða.

Margur hefur líklega bölvað mánudeginum sem brostinn er á en í mínum augum var hann gleðilegur og tákn um að næturvaktahrinu helgarinnar var lokið. Ekki það að mér finnist ekki gaman í vinnunni en það er bara þetta með að snúa sólarhringnum við sem farið er að fara illa í minn kropp og í mína sál, því hvorugt yngist jú með árunum. Svo er eitthvað svo óskaplega lítið eggjandi og óspennandi að vakna með appelsínugula eyrnatappa standandi útúr hausnum "bilateralt" eins og einhver geimvera eða eitthvað þaðan af verra. Svo ekki sé talað um særindin í eyrunum en til þess að ná nú örugglega að sofa af sér eril heimilisins og vera klár fyrir næstu vakt var þeim líklega troðið fulllangt og harkalega. En það nær nú líklega að gróa áður en minn heittelskaði kastar sér niður á hnén og biður mín. Nei, nei þetta er engin pressa ;-).

Fjölskyldumeðlimir hafa dafnað vel s.l mánuði og nú er svo komið að litla skrudda sem hefur elst með ólíkindum hratt er flutt úr "fjölskyldurúminu" og komin með sitt eigið slott. 

IMG_9148

 

 

Þessir hreppaflutningar kostaðu reyndar unglinginn minn sem varla telst nokkur unglingur lengur kominn á 21.aldursár herbergið hans en hann er nú að mestu horfinn úr hreiðrinu, stundar sjóinn með föður sínum vestur á fjörðum og nemur í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi.

 

 

 Ónefnd er heimasætan sem óðum er að taka upp unglingatakta bróður síns. Hennar líf snýst áfram um fótbolta og stefnan er sett hátt þegar hann er annarsvegar. Metið í að "halda á lofti" er nú komið í 190 ef ég man rétt .

IMG_9177

 

 Til að fylla uppí örfá ónotuð skörð að deginum er hún nú farin að æfa handbolta líka. Já varla nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af æsku landsins ef hún er í þessum farvegi.

 

 

 

 

Semsagt ljúfur mánudagur hjá minni þrátt fyrir kulda og trekk hér norðan heiða og kertin loga glatt og lýsa upp skammdegismyrkið sem smátt og smátt er að hellast yfir okkur. Eigið gott mánudagskvöld í bjarma kertaljósanna ;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

336 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband