Appelsínugulir eyrnatappar

Góđan og blessađan daginn ágćtu bloggheimavinir. Liđin heil árstíđ og mörgum fiskum veriđ landađ síđan mín skráđi sig hér inn en nú skal bćtt fyrir syndir síđustu mánađa.

Margur hefur líklega bölvađ mánudeginum sem brostinn er á en í mínum augum var hann gleđilegur og tákn um ađ nćturvaktahrinu helgarinnar var lokiđ. Ekki ţađ ađ mér finnist ekki gaman í vinnunni en ţađ er bara ţetta međ ađ snúa sólarhringnum viđ sem fariđ er ađ fara illa í minn kropp og í mína sál, ţví hvorugt yngist jú međ árunum. Svo er eitthvađ svo óskaplega lítiđ eggjandi og óspennandi ađ vakna međ appelsínugula eyrnatappa standandi útúr hausnum "bilateralt" eins og einhver geimvera eđa eitthvađ ţađan af verra. Svo ekki sé talađ um sćrindin í eyrunum en til ţess ađ ná nú örugglega ađ sofa af sér eril heimilisins og vera klár fyrir nćstu vakt var ţeim líklega trođiđ fulllangt og harkalega. En ţađ nćr nú líklega ađ gróa áđur en minn heittelskađi kastar sér niđur á hnén og biđur mín. Nei, nei ţetta er engin pressa ;-).

Fjölskyldumeđlimir hafa dafnađ vel s.l mánuđi og nú er svo komiđ ađ litla skrudda sem hefur elst međ ólíkindum hratt er flutt úr "fjölskyldurúminu" og komin međ sitt eigiđ slott. 

IMG_9148

 

 

Ţessir hreppaflutningar kostađu reyndar unglinginn minn sem varla telst nokkur unglingur lengur kominn á 21.aldursár herbergiđ hans en hann er nú ađ mestu horfinn úr hreiđrinu, stundar sjóinn međ föđur sínum vestur á fjörđum og nemur í Háskólanum á Akureyri í fjarnámi.

 

 

 Ónefnd er heimasćtan sem óđum er ađ taka upp unglingatakta bróđur síns. Hennar líf snýst áfram um fótbolta og stefnan er sett hátt ţegar hann er annarsvegar. Metiđ í ađ "halda á lofti" er nú komiđ í 190 ef ég man rétt .

IMG_9177

 

 Til ađ fylla uppí örfá ónotuđ skörđ ađ deginum er hún nú farin ađ ćfa handbolta líka. Já varla nokkur ástćđa til ađ hafa áhyggjur af ćsku landsins ef hún er í ţessum farvegi.

 

 

 

 

Semsagt ljúfur mánudagur hjá minni ţrátt fyrir kulda og trekk hér norđan heiđa og kertin loga glatt og lýsa upp skammdegismyrkiđ sem smátt og smátt er ađ hellast yfir okkur. Eigiđ gott mánudagskvöld í bjarma kertaljósanna ;-)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móđir, stundum svolítiđ ţreytt húsmóđir, ekki amma ennţá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiđikona.

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.12.): 0
 • Sl. sólarhring: 0
 • Sl. viku: 1
 • Frá upphafi: 52553

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 1
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

12 dagar til jóla

Nýjustu myndir

 • wpid-weight lifting
 • IMG_6662
 • IMG_1090
 • IMG_1144
 • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband