20.6.2010 | 10:50
Burt með bíladaga !
Góðan og blessaðan sunnudag ágæta fólk.
Þessi bloggfærsla gæti orðið full af pirringi svo ef þið viljið njóta dagsins ættuð þið ekki að lesa hana.
Ég las áðan frétt á Mbl.is þs fögrum orðum var farið um Bíladaga á Akureyri og dagskrá þeirra lofuð í hástert. Fullt af fólki mætti í bæinn okkar og aldrei fleiri en nú. Sjálfsagt hefur þetta gefið fullt af peningi í vasa bæjarins og vonandi hafa einhverjir bæjarbúar haft gaman af þó svo ég sé ekki meðal þeirra. Fyrir mér er þessi uppákoma bara hávaði og fyllirý. Svefnlausar nætur því á nóttunni fara fram spyrnur í íbúðahverfunum með viðeigandi hávaða.
Svo finnst mér þessir bíladagar engan veginn fara saman með þjóðhátíðardeginum sjálfum og útskrift Menntaskólans á Akureyri en sonur minn var einmitt í hópi 183 stúdenta frá MA sem útskrifaðist.Við löbbuðum niður í miðbæ til að taka á móti stúdentahópnum en hann kemur marserandi niður í miðbæ að loknum hátíðarkvöldverðinum.Hátíðleg stund. Í miðbænum mætti okkur bjór og hlandstybba ásamt fjölda fólks, margir í mjög mismunandi góðu ástandi, fullt af ungum krökkum ! Hátíðlegt eða hitt þó heldur ! Dóttir mín 11 ára fór á fjölskylduútikemmtun á Ráðhústorgi kl tíu sama kvöld en varð frá að hverfa vegna ótta þegar slagsmál brutust út og hópur lögreglumanna mætti á svæðið. Huggulegt ! Verslunarmannahelgin er nú bara jólin miðað við þennan ósóma. Bíladagar eiga alveg rétt á sér en eiga ekki heima í fjölskyldubænum Akureyri .Ég treysti því að ný bæjarstjórn taki þessa hátíð til endurskoðunar. Þess vegna segi ég; Burt með bíladaga úr bænum mínum.
Eigið góðan sunnudag gott fólk.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.