30.5.2010 | 23:06
Einu sinni var...
Sælt veri fólkið á þessum drottins degi.
Nú er illt í efni ! Þegar ég ætlaði að fara inn á síðuna mína mundi ég ekki aðgangsorðin mín.... Þetta á sér auðvitað sínar skýringar eins og annað í þessum blessaða heimi. Fyrst má þar nefna að vikur og mánuðir hafa liðið síðan ég fór hér inn síðast en þá var í tísku að ræða um Icesaveskuldir landans. Nú virðist sá tískuþáttur löngugleymdur og Icesaveskuldirnar týndar og tröllum gefnar amk í fjölmiðlum landsins. Hin skýringin sem ég trúi þó minna á er að hækkandi aldur minn sé farinn að trufla annars hið ágæta mynni mitt. Það kom sér allavega vel að gleymskuhnappur er til staðar á síðunni fyrir þá sem lenda í þessum einkennilegu aðstæðum.
Gærdagurinn er liðinn. Dagurinn þar sem allir virtust vera sigurvegarar nema kannski Hera okkar Björk. Gnarr var jú stærsti sigurvegarinn en af orðræðu hinna oddvitanna voru þeir líka allir sigurvegarar þó svo eitthvað hafi nú vantað uppá atkvæðafjöldann víða um land.
Já gærdagurinn er semsagt liðinn og þar með lauk júróvisjón líka. Skemmtileg keppni í ár og mörg áheyrileg lög.Ekki virtist þó íslenska framlagið heilla Evrópubúa nóg til að þeir splæstu á okkur stigum í massavís en fyrir rest fundust 41 stig sem skilaði okkur 19.sætinu. Getum samt verið stolt af hópnum okkar, hann stóð sig með prýði og átti einn besta flutninginn í gærkveldi. Kannski er það svona sem Evrópa þakkar okkur fyrir ösku og Icesaveskuldir ? Hver veit ?
En hvað um það. Ég og mín fjölskylda er komin í sumarfrí og framundan eru góðir dagar. Svo fer náttúrulega að styttast í laxveiðitímann og HM í fótbolta er á næsta leyti svo það verður erfitt að láta sér leiðast. Lag Frakkanna í júróvisjón á líklega eftir að hljóma ótt og títt í tengslum við þá keppni og allt gott um það að segja og læt ég þessu því lokið með myndbandi af þeim ágæta dillubossasöng. Góðar stundir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
Athugasemdir
hafðu það gott í sumarfríinu
Sigrún Óskars, 31.5.2010 kl. 08:29
Takk Sigrún, sömuleiðis
guðrún una (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.