Í lok næturvaktar

Góðan og blessaðan daginn sem nú heitir annar maí.

Meðan þið sváfuð vært á ykkar græna var ég á næturvaktinni og hjúkraði sjúkum.  Það verður yndislegt að leggja sig á koddann á eftir eftir gott dagsverk eða öllu heldur næturverk.

Ýmislegt hefur á dagana drifið í þjóðfélaginu okkar síðustu daga og vikur. Allir eru sjálfsagt búnir að blogga yfir sig um alþingiskosningar og úrslit þeirra, hrun og upprisu flokka, yfirstrikanir og svo framvegis svo ég læt mér nægja að segja að ég er sátt við guð og menn og líka við úrslitin.  Vona bara heitt og innilega að fljótlega komist á starfhæf ríkisstjórn sem láti verkin tala í hvívetna, af nógu er að taka. 

Ofbeldi hefur verið áberandi sl daga. Ofbeldi hefur jú verið til staðar í þjóðfélagi okkar lengi en er nú orðið mikið grimmara en áður. Þarna er ég auðvitað að tala um níðingsverk nokkurra stúlkna í Heiðmörk fyrir nokkrum dögum þegar þær rændu og pyntuðu unga stúlku sem þær þóttust eiga sökótt við. Það var ekki þeim að þakka að stúlkan lifði svo mikið er víst en líf sitt getur hún líklega þakkað pilti sem skakkaði leikinn.

Aðeins örfáum dögum áður var ráðist á eldri borgara á Arnarnesinu á heimili þeirra og þau rænd. Hugsið ykkur, þegar við erum ekki örugg lengur á okkar eigin heimilum að þá  er nú fokið í flest skjól. Sjálf hef ég upplifað innbrot á heimili mitt þs greipar voru látnar sópa og verðmæti tekin. Flesta hlutina sem teknir voru var hægt að fá bætta frá tryggingunum en það var hugsunin um að ókunnug manneskja hefði verið inn á heimilinu og gramsað í eigum mínum og óttinn við að slíkt endurtæki sig sem fór verst með mann. Þetta fólk á því samúð mína alla.

1.maí hefur runnið sitt skeið þetta árið með tilheyrandi kröfugöngum. Raddir fólksins voru skýrar. Það á að draga menn til ábyrgðar fyrir afglöp sín sem urðu til þess að heil þjóð hafnaði í alvarlegri kreppu sem við höfum líklega bara séð brot af í þessum skrifuðu orðum. Ljóð Halldórs Laxness  um maístjörnuna hefur kannski sjaldan átt eins vel við og nú:

Það eru erfiðir tímar,

það er atvinnuþref,

ég hef ekkert að bjóða,

ekki ögn sem ég gef,

nema von mína og líf mitt

hvort ég vaki eða sef,

þetta eitt sem þú gafst mér

þar er allt sem ég hef.
 
Vona samt að þið eigið góðan dag. Helgin er jú öll framundan og vor í lofti. 
Ég ætla hinsvegar að leggjast á koddann og safna orku fyrir vaktina næstu nótt. 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

góða vakt í nótt

Sigrún Óskars, 2.5.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

219 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband