Landsbyggðapælingar í stól klippikonunnar ;-)

Góðan og blessaðan daginn !

Í dag fór ég á hárgreiðslustofu. Það er svosem engin nýlunda því það geri ég á uþb á 2 mánaða fresti því annars yrði ég gráhærð í orðsins fyllstu merkingu og það gengur ekki þegar maður er á besta aldri eins og ég..... Tounge. Það tekur reyndar ekki  neinn eftir því að ég er nýklippt og lituð svo kannski maður ætti bara að spara sér þessar krónur.... Þegar ég ég segi "ekki neinn" ýki ég nú kannski aðeins en á þá helst við minn heittelskaða í þessu efni. Það skal tekið skýrt fram að ég segi alltaf við hann þegar hann er búinn að fara til rakarans með sitt litla hár að hann sé fínn Tounge. En nóg af þessu, lífið heldur áfram. Og aftur af því sem ég ætlaði að tala um í upphafi.... Semsagt þegar ég sit þarna í stólnum og fletti glanstímaritunum sem ég aldrei tími að kaupa og hárin týnast af mér eitt og eitt förum við þe ég og klippikonan að tala um hvað þau Andri og Gunna á Rás 2 séu nú aldeilis skemmtileg og vel þess virði að hlusta á þau. Veltum þessu fyrir okkur og klippikonan  vildi meina að þau væru skemmtileg vegna þess að þau væru bæði utan af landi..... held reyndar að hún hafi ekki átt við að Reykvíkingar væru leiðinlegir heldur að landsbyggðatúttur sem búa í borginni muni frekar eftir okkur hinum túttunum sem ekki fluttu til höfuðborgarinnar og þegar þær vinna í útvarpi eins og þetta góða fólk, sníði þau dagskrána svolítið eftir því. Jú það gæti vel verið.

Nú þegar við fórum að tala um landsbyggðina versus höfuðborgina varð ég nú að rifja upp söguna af aldraðri frænku minni sem fór í fyrsta skipti til Reykjavíkur á gamalsaldri til að leyta sér læknishjálpar, hefði líklega ekki farið að öðrum kosti. Yngri frænka okkar beggja komst að þessu og býsnaðist öll ósköpin yfir því að gamla frænkan hafði virkilega ekki komið til Reykjavíkur fyrr. Eldri frænkan skyldi nú ekkert í þessu og fannst þetta ekkert merkilegt og spurði þessa yngri hvort hún hefði nokkuð komið í sína sveit fyrr ? Svo var ekki og fannst gömlu frænkunni það jafn merkilegt og að hún hefði ekki til Reykjavíkur komið fyrr en á efri árum. 

Ég var reyndar orðin 18 ára gömul þegar ég heimsótti höfuðstað Íslands í fyrsta skipti. Ég var nú meira upptekin af þessu en gamla frænka hér fyrir ofan og mér fannst þetta svolítið hallærislegt og hafði ekki hátt um það á þessum tíma.

En tímarnir breytast og mennirnir með og nú ferðast ungdómurinn oft á ári til höfuðborgarinnar og það er frekar að hann skammist sín fyrir að hafa ekki komið til útlanda eða farið í heimsreisu. Ekki sjaldan sem heimasætan nauðar um utanlandsferð og segir að það séu bara allir vinir sínir farið til útlanda  nema hún..........   

Jæja þetta voru svona smá landsbyggðapælingar. Velferðarráðherra ákvað allavega að heiðra okkur með nærveru sinni hér Norðan alpafjalla í dag og heimsótti starfsfélaga mína. Vonandi hefur hann séð að sjúkrahúsin úti á landi skipta líka máli og þá þjónustu viljum við seint sækja alla til höfuðborgarinnar.

Eigið gott miðvikudagskvöld og munið þ.e Greys kvöld í kvöld Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband