Vor í lofti

Góðan og blessaðan sunnudag þann 19 apríl. Það styttist óðum í sumardaginn fyrsta og það er svo sannarlega vor í lofti hér norðan heiða. Mín búin að taka smá kast sunnan við hús og þrífa og gera huggulegt svo hægt sé að sitja úti og njóta veðurblíðunnar. Splæst var í garðborð og tvo stóla í blíðunni. Best að eyða þessum örfáu krónum sem eftir eru svo verðbólgan éti þær ekki upp Wink

Það er eitthvað sem gerist innra með manni þegar sólin fer að hækka á lofti. Maður fyllist eldmóði og áhyggjurnar ef einhverjar eru víkja fyrir gleðinni. Manni langar bara til að vera úti og teiga vorloftið og láta þetta gula fyrirbæri á himnum umlykja sig. Það spillir ekki að húðliturinn tekur á sig ljósbrúnan blæ frá því að vera hvítari en allt sem hvítt er. Löngunin að baða sig í laugum bæjarins verður æ háværari og undan henni var svo sannarlega látið um helgina. Það spillti þó örlítið þeirri gleði að ungmenni sem heimsóttu Akureyrabæ um helgina höfðu líka látið undan þeirri löngun og sum hver í frekar annarlegu ástandi settu svip sinn á sundlaugarstemninguna.

Það er ýmislegt annað sem minnir á vorkomuna. Einn af uppáhaldsvorboðunum mínum  ef svo mætti kalla er Söngvakeppni evrópskra sjónvarsstöðva ,í daglegu tali nefnt júróvisjón.Páll Óskar júróvisjóngúrú með meiru hóf kynningu á lögunum í gær í Ríkissjónvarpinu og lofar keppnin góðu með lögum af öllum stærðum og gerðum. Heldur hefur verið hljótt um íslenska framlagið fram að þessu en ómögulegt er að spá hvort við komum til með að "meika" það í ár.

Eigið notalegt sunnudagskvöld Smile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég var einmitt að reka út nefið og fann þessa vorlykt sem er svo æðisleg. En því miður þá er veðurfarið öðruvísi hér fyrir sunnan - við höfum nefninlega rokið sem þið hafið ekki. Hér hefur verið mikið rok (vægt til orða tekið) í allann dag og rigningarsuddi. En lú er rokið farið í bili. Er eins og þú búin að taka til í garðinum og er byrjuð á vorverkunum. Birtan lyftir lundinni - en þetta gula sem þú talar um lyftir líka lundinni

Áfram júróvisjón - áfram Ísland - við meikum það þetta árið

Sunnudagskveðjur norður.

Sigrún Óskars, 19.4.2009 kl. 22:15

2 identicon

Yohanna er best

haha Gleðilegt sumar :) 

Hættþþ (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 20:14

3 identicon

fann einmitt vorlyktina, bændur greinilega farnir að bera á ,:o) 

Harpa Hjarðar (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:29

4 Smámynd: JEG

Já ætli vorið sé ekki komið ???? en það er búið að vera dáldið óákveðið hehe....   Ég vona að hretið sé búið hafi verið núna um daginn þvi við þurfum á þvi að halda að fá gott vor þvi ekki er hægt að hafa féð inni endalaust með lömbin. 

Knús og kveðja

JEG, 29.4.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 53526

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband