22.12.2009 | 20:04
Það eru að koma jól
Gott og blessað kvöldið.
Já nú styttist sannarlega í blessuð jólin og allt það yndislega sem þeim fylgir. Jólaundirbúningi er senn lokið. Rjúpurnar þiðna á bílskúrsgólfinu og jólatréð er komið í sturtuklefann en ákveðið var að sleppa jólabaðinu að þessu sinni, vonandi kemur það ekki að sök .
Margt hefur breyst í jólahaldi síðustu áratugina en við reynum þó að halda í gömlu hefðirnar eins og hægt er. Í minningunni komu jólin hjá mér þegar við pabbi komum úr fjárhúsunum seinnipart aðfangadags og á móti okkur kom rjúpnailmurinn úr eldhúsinu hjá mömmu. Í þá daga var konfekt munaður sem og rauð epli sem keypt voru í stórum kassa með fjólubláum pappa á milli eplaraðanna. Jólapakkaflóð þekktist ekki en maður var innilega þakklátur fyrir það sem maður fékk og þótti best að fá bækur til aflestrar. Oft var nú erfitt að bíða þess að pakkarnir yrðu opnaðir því auðvitað þurfti að klára uppvaskið fyrst að jólamáltíð lokinni. Þetta var eini dagurinn árinu sem pabbi gamli hnýtti á sig svuntuna og mundaði uppþvottaburstann en þann sið hef ég valið að sleppa á mínu heimili.... Að lokinni ljúffengri rjúpnamáltíð á hverju aðfangadagskveldi var karl faðir minn vanur að segja eitthvað á það leið að aldrei hefðu nú rjúpurnar bragðast eins vel og þetta árið. Þess má geta að fyrrnefndur karl faðir minn varð 79 ára í gær og hann gengur ennþá til rjúpna og tryggir að rjúpur eru á jólaborði fjölskyldunnar. Ótrúleg elja það.
Já það er gott að ylja sér við ljúfar jólaminningar frá bernskuárunum í Jökuldalnum.
En nú er öldin önnur og aðfangadagur á því herrans ári 2009 rennur senn upp. Ég óska vinum og ættingjum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og um leið þakka þeim sem hafa litið inná síðuna mína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.