21.10.2009 | 22:40
Flensa og fótbolti
Gott og blessað kvöldið.
Ég get nú ekki sagt að ég sé löt að eðlisfari en bloggletin hefur þó alveg verið að fara með mig síðustu vikurnar. Ekki veit ég hvað það er en stundum fallast manni bara hendur og andinn neitar algjörlega að koma yfir mann. Það er þó engin sérstök andagift sem dregur mig inní bloggheima í kvöld heldur langaði mig bara að láta vita að ég væri bara nokkuð brött og ekki komin með flensu að neinu tagi eins og hálf þjóðin. Ég er nú í þessum blessaða sprautuforgangshóp en hef ennþá ekki safnað kjarki í að fá stungu í upphandlegginn. Gerði reyndar heiðarlega tilraun í dag en þá voru þessir 30 skammtar sem bárust í hús uppseldir svo ég gat frestað stungunni um stund. Ekki misskilja mig ég geri mér fulla grein fyrir alvarleika málsins og alltof margir hafa orðið fyrir barðinu á þessari ömurlegu flensu. Var reyndar búin að ákveða að sleppa bólusetningunni þar sem ég er hraust að eðlisfari en nú eru farnar að renna á mig tvær grímur í sambandi við þá ákvörðun. En nóg um það.
Það er sárt að horfa uppá fótboltaliðið mitt þessa dagana. Liverpoolliðið er ekki svipur hjá sjón og tapleikirnir í úrvalsdeildinni og meistaradeildinni orðnir alltof margir. Um næstu helgi eiga þeir síðan erfiðan leik fyrir höndum á móti United á Anfield. Veit hreinlega ekki hvort ég hef taugar til að horfa á þann leik. Sundboltamarkið fræga sem við fengum á okkur á móti Sunderland er sjálfsagt orðið heimsfrægt og fer á spjöld sögunnar sem markið sem ætti aldrei að hafa talið og gefið 3 stig. Dómarinn var líka sendur niður í neðri deildir en ekki er víst að það hjálpi okkar mönnum mikið.
Annars er allt gott hér norðan heiða. Veturinn ákvað að kveðja okkur um stund enda var hann fullsnemma á ferðinni. Fjölskyldan er heilsuhraust og allir una glaðir við sitt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
32 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.