Veisla framundan !

Já gott fólk, veislan er hafin í meistaradeild Evrópu og hún heldur áfram á morgun þegar  mínir menn í Liverpool mæta ungverska liðinu Debrecen. Debrecenliðið kemur frá samnefndri borg í Austur Ungverjalandi sem er sú næst stærsta á eftir sjálfri höfuðborginni ,Búdapest. Þessi borg liggur nálægt landamærum Rúmeníu og er einna helst þekkt fyrir blómahátíðir sínar, heitar sundlaugar og nú fótbolta.

Debrecenliðið vann ungversku deildina á síðasta tímabili og var það í fjórða skipti sem þeir hampa titlinum eftir að þeir komust uppí úrvalsdeildina árið 1992.

Heimavöllur Debrecen ef af smærri gerðinni og tekur um 10 þúsund áhorfendur. Þeir hafa því spilað sína stóru leiki í höfuðborginni og það sama verður upp á teningnum þegar Liverpool leggur land undir fót til Ungverjalands í seinni leik liðanna sem fram fer í nóvember n.k.

Debrecen spilaði ma á móti Manchester United í Meistaradeildinni 2005/2006 og tapaði báðum leikjunum með þremur mörkum. Liðið hefur þó breyst mikið síðan þá. 

Debrecen teflir ekki fram sínu sterkasta liði á morgun, því hluti af leikmönnum er meiddur eða í leikbanni. Gergeley Rudolf er líklegastur til að setja mörkin en hann skoraði 18 mörk í 28 leikjum á síðustu leiktíð.

Áfram Liverpool ! 

 


mbl.is Mascherano klár í slaginn með Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband