Athugasemdir

1 identicon

Engin spurning, ef þið skoðið þetta myndband þá sést að hann horfir á Percie áður en hann stígur á hann.  Í bann með bastarðinn!!

Rúnar (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sammála, þetta er ekkert annað en ásetningur, og svona lagað á ekki að sjást í fótbolta. 5 leikja bann á hann, ekki spurning, það verður að stöðva svona lagað, og það gerist ekki nema með margra leikja banni.

Hjörtur Herbertsson, 15.9.2009 kl. 14:31

3 identicon

Veit ekki, eins illa og þetta lítur út þegar ég horfi á vinstri fótinn þá virðist hann vera að reyna að standa í lappirnar. Finnst Persie reyndar sleppa frekar vel, spurning ef þetta hefði ekki gerst hvort hann fengi gult eða rautt fyrir tæklingu með báðum(og svara strax nei, ekki Man City aðdáandi, Liverpool).

Gunnar (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 14:56

4 identicon

Auðvitað á hann að fá bann fyrir þetta spark. En mér finnst nú að knattspyrnusambandið mætti taka á þessari tveggja fóta tæklingu fyrst þeir eru byrjaðir að skoða þetta atvik. Það er alveg stórfurðulegt að dómarinn hafi ekki spjaldað Persie miðað við hvar hann var staðsettur.

Balsi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:20

5 identicon

Þegar þetta er skoðað frá 2 sjónahornum þá held ég að það sé hægt að komast að tveimur niðurstöðum.  Frá einu sjónarhorni er eins og han hreyfir löppina í átt að Percie en samt getur verið að hann sé að reyna að stíga niður og svo frá hinu sjónahorninu þá er ekki eins og hann gerir neitt nema stíga niður.  Hin spurning er svo og að ég held jafn mikilvæg, útaf hverju er ekkert sagt um að Persie kemur inn tveggja fóta tæklingu og því er virðist reyna að fara beint í ökklana á Adebayor?  Svo er líka Song að sparka beint í ökklana á honum að algjörum vilja og boltinn löngu farinn!!!  Spruning er, er þetta ekki bara allt hluti af boltanum eins og hann hefur verið spilaður lengi en bara að nú næst þetta allt á mynd.  Ef það á að refsa einhverjum þá held ég að það sé hægt að taka þá alla þrjá og setja í bann. 

 Ég get ekki séð að þessir 2 Arsenal menn séu nokkuð betri en sá fyrrverandi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:48

6 identicon

Van Persie hefði kannski átt að fá gult, en þá hefði Adebayor líka átt að fá gult í fyrri hálfleik þegar hann stappaði viljandi á ökklann á Fabregas. Það var með ólíkindum að hann skyldi sleppa frá því grimmdarverki. Í raun hefði Adebayor átt að fá einu sinni rautt spjald beint, og tvisvar sinnum gult og þar með rautt. Klappenborg dómari varð sér til skammar. Hann lét umgjörðina fyrir leikinn hlaupa með sig í gönur. Adebayor var með yfirlýsingar. Dómari á ekki að spá í því sem gerist fyrir leiki, heldur að dæma leikina eins og þeir gerast.

Adebayor fær fimm leikja bann, það er ekki nokkur spurning. Það skiptir kannski litlu máli fyrir lið sem keypti 12 framherja í sumar þó einn heltist úr lestinni fyrir það hvað hann sé heimskur?

Arsenal liðið er hins vegar ekki eins vel mannað. Bendtner á kantinum er ekki nógu sterkt. Walcott, Arshavin, Nasri og Rosicky meiddir er einfaldlega of stór skammtur af meiddum kantmönnum fyrir þetta arsenal lið að kyngja. Þeir verða að vera heppnari með meiðsli í ár en síðustu árin.

joi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:07

7 identicon

Hvaða rugl er þetta, maðurinn á að fá bann og ekkert meira um það. Hann stígur á hann viljandi. Ef einhver horfir á þetta annar en Liverpool aðdáandi þá sér maður hann snúa meira að segja löppinni í átt að kinninna á persie og einfaldlega sparkar í hann. Getur ekki verið meira augljóst. Svo segist hann vera svo ástríðufullur i fótbolta og allir elski hann, í arsenal var hann svo einbeitingalaus að honum tókst að vera sjö sinnum rangstæður í markspyrnum og svo brosti hann bara eins og fífl, hann er nátturulega bara bjáni!!

Maggi (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 17:43

8 identicon

Hvað meinarðu annar en Liverpool aðdáandi?

Ég er Liverpool aðdáandi og mér finnst þetta hreinn og beinn ásetningur hjá Ade og 5 leikja bann á hann. Maðurinn er hálfviti og ekkert annað. 

Júlíus (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

264 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband