28.8.2009 | 17:42
Haust í lofti
Góðan og blessaðan föstudag nú þegar ágústmánuður en næstum allur.
Það er haust í lofti hér norðan heiða, rok og rigning.
Var að keyra unglingnum og vinum hans fyrir flugvél sem ber þá alla leið til Tenerife í beinu flugi héðan frá Akureyri. Það var spenningur í ungviðinu að sjálfsögðu en þarna er um að ræða 200 MA inga sem eru að fara í útskriftaferð. Mér er í fersku minni mín útskriftaferð frá ME fyrir rúmlega 20 árum sem var auk þess mín fyrsta utanlandsferð. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan og ég leyfi mér að efast um að einhverjir séu að fara í fyrsta skipti út fyrir landsteinana eins og ég var þá. En það verður líklega alveg jafn glatt á hjalla hjá þeim eins og var hjá mér og mínum skólafélögum þarna á síðustu öld.
Minn heittelskaði pakkaði líka ofan í tösku í dag. Nei hann er ekki fluttur út fyrir fullt og allt. Svo erfið er ég nú ekki....
Leið hans lá yfir í Skagafjörðinn þar sem hann verður við laxveiðar í Húseyjarkvísl næstu daga ásamt félögum sínum í Mokveiðifélaginu . Við mæðgur erum því einar heima um helgina og ætlum að hafa það notalegt.
Annars hefur sumarið liðið leifturhratt. Við fjölskyldan höfum átt góðar stundir saman við árbakkann, á fótboltavellinum og í fellihýsinu.
Búin að fylgja heimasætunni á fótboltamót hingað og þangað þs skiptust á skin og skúrir þó svo skinið hafi nú verið í miklum meirihluta. Lið hennar í 6. flokki KA stóð sig með stakri prýði í sumar og eru þær ma Norðaustur og Austurlandsmeistarar þetta árið. Svo vonar maður bara að fótboltaáhuginn fylgi þeim næstu árin því þetta er svo gott veganesti inní unglingsárin.
Við gamla settið erum búin að eyða talsverðum tíma við árbakkann. Það var sannarlega ævintýri að fá að taka þátt í að landa fyrsta laxi sögunnar sem veiddur hefur verið á æskuslóðum mínum á Jökuldal.
Hver hefði trúað því að Jökulsá á Dal sem eitt sinn var aurmesta á landsins ætti eftir að færa okkur laxa uppá Jökuldal? Svo eru menn að agnúast út í Kárahnjúkavirkjun! Þetta er bara snilld. Árfarvegurinn er orðinn svo fallegur og margir gullfallegir veiðistaðir sem litu dagsins ljós eftir að þetta grugguga fljót var beislað. Það er því enginn söknuður í mínum huga. Uppbyggingastarf Strengja á Jöklu og þverám hennar er til mikils sóma fyrir sveitafélagið og á eftir að draga margan veiðimanninn til sín næstu árin.
Litla skrudda var líklega búin að fá nóg af veiði og fótbolta og þótti nú bara gott og gaman að komast í leikskólann að loknu sumarfríi og hitta vini sína.
Semsagt haust í lofti og sumarfrísbragurinn sem einkennt hefur líf okkar síðustu vikur horfinn í haustvindinn. Vonandi eigið þið góða helgi og hver veit nema maður bregði sér eitthvað á menningarvöku sem nú er skollin á hér norðan Alpafjalla.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.