Fiskur í Hneflu litlu !

Góðan og blessaðan daginn !

Þetta eru náttúrulega bara frábærar fréttirSmile. Fyrsti laxinn að veiðast uppá Jökuldal og það var ekki verra að hann var veiddur í Hneflu kerlingunni sem er bergvatnsá sem rennur framhjá æskustöðvunum mínum niður í Jöklu. Ég ætlaði auðvitað að krækja í þann fyrsta en það var víst minn heittelskaði sem fékk þann  heiður. Karl faðir minn sá reyndar fiskinn fyrst þegar hann var í venjubundinni eftirlitsferð en vegna erfiðra aðstæðna þurfti vanan mann til að ná kvikindinu en það hefði verið vel við hæfi að Jón bóndi hefði landað þeim fyrsta þar sem þetta hefur verið gamall draumur hans um árabil. Hylurinn sem hafði nú ekkert sérstakt nafn var skírður í skyndi og hlaut nafnið JónshylurWink. Þetta lofar góðu fyrir framhaldið því sleppitjörn var ma sett við Hneflu í vor og má því vænta að laxinn sýni sig þar á næstu árum. Reyndar eru hindranir á leiðinni upp Jöklu eins og kemur fram í Mbl en miklar rigningar og vöxtur í ám hefur greitt götu laxanna í ár . Ekki er vitað hvort þessi lax er náttúrlegur eða úr sleppingum en það skiptir eiginlega ekki öllu, það mikilvægasta er að nú vitum við að laxinn kemst upp JökluSmile

Nánar má lesa um þetta litla ævintýrir á Strengir.is og veidimenn.com.


mbl.is Fyrsti laxinn veiddur á Jökuldal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 16.8.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband