Já láttu hann heyra það....

Já Steingrímur! Láttu hann heyra það ! Það er alveg með ólíkindum hvernig Davíð getur endalaust hvítþvegið sig af öllu sem miður fer í þjóðfélaginu. Hann hefði betur látið meira í sér heyra áður en skaðinn var skeður. Hann þykist jú hafa séð þetta allt fyrir. Valdið hafði hann jú sem seðlabankastjóri Íslands og flokksbróðir hans og þræll var jú sjálfur Geir H Haarde forsætisráðherra "guð blessi Ísland" ! Það þýðir lítið að þenja sig núna. Hann ætti að gefa ríkisstjórninni vinnufrið eða koma með uppbyggjandi uppástungur að farsælli lausn. Kannski yrði farsælast að blessaður karlinn byrjaði að njóta ellilífeyrisins og léti pólitíkina eiga sig. Orðskrúð er jú ekki allt þegar upp er staðið. Amen !
mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er nú einginn vinstri maður eða aðdáandi Steingríms en mér finnst hann hafa rétt fyrir sér í þessu tilfelli. Tími Davíðs er liðinn. Hann hafði bæði völd og tækifæri til þess að afstýra hruninu en gerði það ekki. Og það má meira að segja færa gild rök að því að hann hafi átt stóran hlut í því að valda þessu hruni.

Jón Bragi Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband