27.6.2009 | 20:57
Hvað er hamingja ??
Samkvæmt þessu er hamingja að vera velvaxinn, öruggur í fasi (öðru nafni montinn)og að fá það reglulega....... Er að reyna að rifja upp hvað ég var að brasa árin fyrir þrítugt...... En hvað sem öllum rannsóknum líður að þá er ég nú bara býsna lukkuleg núna þegar ég ætti að vera að drepast úr áhyggjum yfir gráum hárum og hrukkum. Njótið lífsins, verið hamingjusöm á öllum aldri burtséð frá vaxtarlagi, sjálfsumgleði og samförum. Amen !
Konur hamingjusamastar 28 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
já en samt var nú mest gaman að vera 20+ aktívasti tíminn og laaaangt þangað til mar yrði 40+ eins og gamla liðið - eigðu gott sumar með eða án sólar
Jón Arnar, 27.6.2009 kl. 21:27
það vilja allir vera ungir en ekki svo ungir að þeir séu í sífellum áhyggjum vegna þess stórslyss sem kallast kynþroskaskeiðið og árin sem koma eftir það sem fer í að lappa uppá sjálfstraustið.
hvað er hamingja?
tja í mínum huga er það að líða vel, við köllum það hamingju, gleði. vellíðan, sælu, vímu. Þetta eru allt sama orðið í raun í mínum huga, fólk setur þessi orð hins vegar í ákveðnar stéttir, t.d. held ég að flestir séu sammála því að sú ánægja sem aðrir fá í að sjá aðra upplifa sársauka eða vanlíðan, sé neðst á þessum lista, og sú sem við finnum þegar við samgleðjumst öðrum, eða eyðum tíma með fjölskyldu og ástvinum sé ofarlega á skalanum, neðarlega vegna þjóðfélagslegra skoðana þá er víma neðarlega, og hvaða efni sem þú notar flokkast líka, léttvín án efa sýst litið hornauga, neðast ábyggilega heróín og amfetamín.
nú að finna fyrir vellíðan og ánægju þegar þú lítur í spegil er bara ekkert rangt, og að það sé algengara að ungt fólk með unglegan og glæsilegan líkama finni heldur fyrir stolti eða ánægju eða sætti við það sem þau sjá, finnst mér ekkert nema mjög líklegt.
er maður þar með að segja að eldra og yngra fólk en 28 sé grátandi yfir því sem við því blasi, alls ekki. en líkurnar og ánægjan að sjá stinnan fallegan líkama er án efa meiri en að sjá hrukkóttann hokinn líkama, og það er ekkert að því, þarftu að vera sorgmæddur yfir líkamanum. aldeilis ekki, en að setja upp einhvern stút og neita því að fólk sé líklegra til að vera sátt við líkamann þegar hann er ungur og á hvað auðveldast til að stunda fjörugt og margbreytilegt kynlíf, fuss og svei.
og nei ég er ekki að segja að fólk eldra geti ekki stundað fjörugt kynlíf, en ungir líkamar með meira þol og meiri styrk eiga í minni vandræðum með það, svo einfalt er það.
þetta 28 ára fólk verður svo 29 og svo 30 og svo 31 .. allir ganga í gegnum þetta, og þótt fólk sé komið yfir "besta" líkamlega form æfinnar vegna þess að móðir náttúra bjó okkur til svona, þá þarf það ekkert að vera uppspretta svekkelsis :)
allir glaðir og hamingjusamir.
Egill, 30.6.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.