27.6.2009 | 20:45
Home alone
Gott og blessað laugardagskvöld !
Hér norðan Alpafjalla er brakandi blíða eins og víða annars staðar á Fróni. Hafgolan minnti reyndar aðeins á sig og var það nú bara hressandi eftir allt sólskinið. Hitametið var auðvitað fyrir austan í minni yndislegu sveit milli sanda,nánar tiltekið á Jökuldalnum, fannst þeir nefna töluna 22 gráður í því sambandi.
Fjölskyldan er horfin til Sauðaárkróks þs fram fer hið árlega Landsbankamót í fótbolta hjá 4,5 og 6 flokki stúlkna. Heimasætan spilar með A liði KA í 6 flokki og þessar elskur eru búnar að vinna alla sína leiki í dag. Duglegar stelpur.

Á morgun heldur fjörið áfram og þá mæta þær m.a erkifjendunum í Breiðablik. Mín situr heima með sárt ennið þs hún þurfti að vinna um helgina. Að sumu leyti er ég þó fegin því það tekur virkilega á taugarnar að standa á hliðarlínunni. Það er eiginlega alveg ótrúlegt. Miðað við aldur keppenda gengur rausið sem maður heyrir á hliðarlínunni stundum alltof langt og eiga þá bæði foreldrar og þjálfarar í hlut. Sumir eru náttúrulega bara létt gjeggaðir og ættu ekki að koma nálægt íþróttum ungmenna. Nóg um það.
Nú sit ég semsagt ein heima á laugardagskveldi og veit varla hvernig ég á að haga mér. Það er vinnudagur á morgun svo langliklegast er að ég taki lífinu með ró. Nú svo gefst líka góður tími til að sinna blogginu.Svo má nú alltaf kíkja á imbakassann, þessa stundina er hið margfræga Amerikas got talent þs upp treður furðulegasta fólk á öllum aldri, sumir verða frægir og aðrir verulega svekktir eins og í öllum öðrum amerískum raunveruleikaþáttum þar sem alla dreymir um að komast til Vegas.
Var að hlusta fréttirnar og heyrði af köppunum sem gengu sjö sinnum á Esjuna í dag til styrktar krabbameinsveikum börnum. Dáist að svona fólki sem er virkilega tilbúið að leggja á sig til styrktar góðu málefni. Sjálf er ég hreyfiglöð en hef þó aldrei á Esjuna komið. Við eigum okkar Esju hér norðan heiða sem kallast Súlur og er vinsælt göngufjall og á þær hef ég arkað nokkrum sinnum sjálfri mér til ánægju og yndisauka.
Læt þessu lokið í bili. Vonandi eigið þið ánægjulegt laugardagskvöld hvort sem þið eruð ein eða í hópi fjölskyldu eða góðra vina .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.