Að loknu páskaeggjaáti

Góðan og blessaðan daginn !

Já hann er nú bara ótrúlega góður miðað við tapið í boltanum í gær því lífið heldur jú áfram sama á hverju í gengur, amk í fótboltanum.

Fjölskyldan lagði land undir fót (bílhjól réttara sagt)um páskana. Fyrst var stefnan sett á Jökuldalinn. Frúnni var farið að lengja eftir að komast í fjárhúsin og anda að sér rolluangan. Farið í fjárhúsin á hverjum morgni þar sem uppáhöldin voru knúsuð og kysst.

Sól og Máney Stjörnudætur eru orðnar ótrúlega stórar og báðar með lambi. Stjarnan sjálf er náttúrulega bara æðisleg og verður spennandi að sjá hvað kemur undan henni í vor.

IMG_5483

 

Öldungurinn Lukka er alltaf söm við sig þe vill láta klappa sér og klóra og Von kerlingin er kelirófa fram í fingurgóma (hm eða klaufir réttara sagt).

IMG_5480

 Litla Skrudda fór alltaf í húsin með mömmu gömlu og hafði gaman af. Fékk að gefa ánum brauð með afa gamla og tuggu á eftir.

 

 

 

 

Svo var auðvitað vísiterað á alla bæi í Hnefilsdalnum og drukkið ómælt magn af kaffi á degi hverjum. Óðalsbóndinn hann bróðir minn sem býr á nýbýlinu Litlabjargi í Jökulsárhlíð var að sjálfsögðu heimsóttur en hann reisti sér hús á æskuslóðum okkar Hrafnabjörgum og þar er alltaf notalegt að koma.

 

Eftir notalega dvöl á æskustöðvunum var sett í "drive" og stefnan tekin á Skagafjörðinn en þar er líka fagurt. Tilefnið var að hitta skemmtilega Skagfirðinga og svo var okkur boðið í villiréttahlaðborð. Verið að éta bráðina sem náðist á síðasta veiðitímabili.

normal_rjupa-jb2005

 

Þar var ýmislegt í boði ss hreindýrakjöt, heitreykt gæs, önd, álft (úbs er hún ekki friðuð?), hnýsa (má víst drepa smáhveli...), 

IMG 1354

lax auðvitað,nóg er nú til af honum og svo blessuð rjúpan sem ég et nú vanalega bara á jólunum. 

Tignarleg

 

 

 

 

 

 

Nú vorið er lítið farið að láta á sér kræla norðan og austan lands og alltaf dettur þetta hvíta af himnum sama hvað dagarnir líða.Sást varla í dökkan díl á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og mikill snjór er líka í byggð miðað við árstíma. En vorið hlýtur að koma, það hefur jú alltaf gert það þó svo hlýindin séu mismikil.

Já dagarnir líða og þeir líða hratt sem minnir okkur á að nú er skammt til kosninga. Ekki er ég nú búin að ákveða endanlega hvar ég ætla að setja krossinn en stafurinn D er allavega ekki hátt skrifaður þessa dagana á mínu heimili.

 

Samt virðist þriðjungur þjóðarinnar ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem segir mér bara að sá hluti þjóðarinnar hlýtur að  vera með siðblindu á háu stigi og vill ekki neinar breytingar.

Kosningadagurinn verður hinsvegar óvenju fagur þetta árið því heimasætan verður þá 10 vetra blessunin.

IMG_4641

 

Við ætlum að eyða afmælis og kosningahelginni í borg óttans þetta árið því aftur verðu sett í "Drivið" á sumardaginn fyrsta og brunað í fermingu á Kjalarnesið. Mér heyrist að við séum líka að fara í Smáralindina að versla og horfa á Idolstjörnur Íslands,allavega ef heimasætan fær að ráða og það er nú býsna oft sem hún nær að bræða hjörtu okkar foreldrannaWink.

Eigið góðan dag Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við ættum kannski að fara á kaffi hús í Reykjavík. verð þar einnig um sumardaginn fyrsta kv Hafdis

Hafdis (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: JEG

Gaman að þessu :)  Já það er nauðsynlegt að fara smá menningarrúnt þegar maður fer í bæinn :)  Kveðja úr sveitinni ;)

JEG, 19.4.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband