26.3.2009 | 21:59
Vor óskast....
Gott og blessað fimmtudagskvöld !
Síðustu daga hefur svo sannarlega verið vor í lofti hér norðan heiða sem og á fleiri stöðum. Snjórinn hvarf á nokkrum dögum og götur og bílaplön urðu auð og þurr, eitthvað sem hefur ekki sést síðan snemma í haust. Prjónabrókinni var lagt í flýti og kvartbuxurnar dregnar fram í skyndi. Hægt var að fara út án þess að dúða sig í dúnúlpu, trefil,loðhúfu og tilheyrandi,já og jafnvel vera berfættur í skónum . Yndislegt, sannkallað vor í lofti. Var á tímabili að hugsa um að draga fram kaststöngina og æfa köstin aðeins, ekki veitir af. Munaði líka minnstu að sparihjólið yrði dregið fram en áður en ég komst svo langt fóru veðurguðirnir aftur í vetrarham og viti menn nú er allt komið á kaf aftur og norðangolan blæs sem aldrei fyrr . Prjónabrókin er aftur komin fram í dagsljósið og dúnúlpan fær varla nokkurt frí. Hvernig er þetta eiginlega átti öskudagur ekki bara átján bræður ???? Eða voru einhverjir getnir á laun sem eru að stíga fram í dagsljósið núna ? Ég bara spyr !
En við getum alltaf látið okkur dreyma um sól og sumar !
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Eiga þessir bræður ekki bara orðið börn ????
Knús norður til þin.
JEG, 26.3.2009 kl. 22:20
Það er nú bara mars ennþá það hlýtur samt að fara að "vora" fuglarnir eru að týnast til landsins og páskar handan við hornið.
Kveðja norður í skaflanna
Sigrún Óskars, 28.3.2009 kl. 10:20
Var ekki snjór hérna 11. maí í fyrra? Maður fer bara alvarlega að hugsa um að kaupa sér 10 tíma ljósakort í Stjörnusól eins og ég gerði mikið um 14 ára aldurinn. Við verðum víst að sætta okkur við það að þetta er bara snjóbær og því meiri snjór því fleiri skíðatúristar og þá því meiri peningur handa akureyskum verslunarmönnum. Ég ætla samt ekki að segja mikið, var að draga upp ullarsíðbuxurnar aftur og setja pæjuskóna upp í skáp... ætlar þetta engan endi að taka? Kær kv. Ásta nágranni.
Ásta Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.