Með hækkandi aldri

Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Nú var ekki lengur umflúið ,enn eitt árið skall á mér ,ekki af mikilli hörku þóSmile.

Með hækkandi aldri hættir maður að telja árin sem á mann dynja og stundum þarf maður hreinlega að reikna út hversu aldraður maður er orðinn. Maður er svosem ekkert að auglýsa afmælisdaginn heldur en hinsvegar er hundleiðinlegt að eiga afmæli í leyni og því ákvað ég nú að taka þetta hér upp á blogginu mínu.

Þessu var öðruvísi farið fyrir hartnær þremur áratugum síðan þegar maður taldi dagana fram að afmælisdögunum,ekki síst þeim sem gáfu eitthvað í aðra hönd. Sá 16. gaf td grænt ljós á böllin í þá daga en þá þekktist varla 18 og 20 ára aldurstakmark. Sá 17. var náttúrulega ansi merkilegur þarsem hann færði manni réttinn að setjast undir stýri og aka af stað . Ekki það að maður fiktaði víst eitthvað við það í sveitinni áður en sá dagur rann upp.....Sá 18. gaf jú sjálfræði og aðgang að ríkinu ef ég man rétt.Í þá daga var aðeins eitt ríki á Austurlandi og það var á Seyðisfirði af öllum stöðum.Það var oft mikið á sig lagt að fara yfir Fjarðaheiðina amk um vetrartímann og sækja sér söngvatnið góða áður en farið var í Valaskjálf þar sem dansað var fram á rauða nótt.

Það var líka ansi töff að verða tvítugur og því full ástæða að halda upp á það vel og vandlega. Þrítugsafmælið var tekið með stæl og pantaður salur útí bæ og allt.....Wink.

Þegar ég svo fyllti fjórða tuginn (fyrir örfáum árum síðan) var haldin settleg veisla  í rólegri kantinum enda mín eigi kona einsömul þá og hafði ekki mikið af umframorku í þá daga !

Hver veit hvað manni dettur í hug ef manni tekst að fylla þann fimmta...... Draumurinn er að komast á AnfieldSmile. En get varla beðið svo lengi....

Eigið góðan dag !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Til hamingju með áfangann :)

Ef ég man rétt þá hefur alltaf verið 20 ára takmark í ríkið.  Og hér áður var 16. ára takmarkið ....sjálfræði ....já maður var ekki lengur barn.  En 18. ára gaf manni heimild til að gifta sig og þá varð maður fjárráða.  Þó var fjárræði í sumum tilfellum 21.

En nú er öldin önnur og er 16. ára takmarkið einskis virði í dag nema þú mátt byrja að læra á bíl.  17. ára bílprófið ......18. ára sjálfræðið......en þú mátt ekki drekka fyrr en 20 !

Ég hef ekki haldið uppá neinn áfanga nema þegar ég varð 20. ára.  ætli maður haldi ekki uppá 40. árin hver veit.

Kveðja úr sveitinni. 

JEG, 25.3.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið!!!

Ragnhildur Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 14:51

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Mér er greinilega farið að förlast JEG........enda heyrist mér að ég sé töluvert eldri en þú.......:-)

Guðrún Una Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: JEG

hehe ..... nokkrum árum :) 

JEG, 26.3.2009 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband