Nokkur orð að norðan

Góðan og blessaðan daginn !

Ég hafði stór áform um að hnýta á mig gönguskíðin í dag en hætti snögglega við þegar suðvestan steita og lágrétt rigning mættu mér í útidyrunum. Síðast þegar ég staulaðist á tunnustöfunum mínum var fimbulkuldi og ég kom heim með grýlukerti útúr nösunum. 

En það er ekki bara vindurinn sem blæs og hvæs þessa dagana. Pólitíkusar landsins láta líka mikið í sér heyra og kosningableðlar streyma inn um bréfalúguna rétt eins og lágrétt regnið. Á þeim má líta fögur orð og áform um betri tíð og blóm í haga. Orð eins og þor, áræðni, endurnýjun og  heiðarleiki dansa fyrir augunum á manni og ekki laust við að manni verði hálf bumbillt ekki síst þar sem þessi orðaflaumur kemur frá hinum einu og sönnu Sjálfstæðismönnum sem stýrðu landinu þegar allt fór á hvolf. Ég get ekki annað séð en að þetta séu sömu aðilar sem raða sér í efstu sætin með nokkrum undantekningum þó. 

Hagfræðingar hafa verið vinsæl stétt frá hruni bankanna og halda áfram  uppteknum hætti í kosningabaráttunni. Ekki veit ég hvort það kemur til með að koma okkur á réttan kjöl aftur en það er líklega betri kostur en dýralækningar í fjármálaráðuneytinu með fullri virðingu fyrir þeirri stétt. Ég ætlaði td að verða dýralæknir þegar ég var lítil og hefði kannski átt að láta þann draum rætast  því þaðan virðast ýmsar leiðir færar sérstaklega ef þú ert nú Sjálfstæðismaður í þokkabót sem ég er reyndar ekki.

En hvar á að setja krossinn í komandi kosningum ? Ég hef ákveðið að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Samfylkingin fái mitt atkvæði þetta árið og tel ekki neina þörf á að útskýra það frekar því það ætti að segja sig sjálftShocking. Framsóknarmaðurinn hefur löngum blundað í mér enda alin upp á Jökuldal þar sem menn voru framsæknir. Flottasta og stærsta jólakortið kom alltaf frá Halldóri Ásgríms og fjölskyldu svo ég tel næsta víst að pabbi hafi kosið X-B Wink. Hann hafði reyndar aldrei hátt um það frekar en aðrir í þá daga þegar meiri leynd hvíldi yfir því hvað hver og einn kaus.

 Vinstri Grænir hafa vaxið ört að mínu mati undanfarið. Ég hef mikla trú á Katrínu Jakobsdóttur og það álit minnkaði ekki eftir að ég horði á Sjálfstætt Fólk s.l sunnudagskvöld en þar var hún gestur Jóns Ársæls Smile. Þessa dagana er því mögulegt að krossinn falli þeim í vil. 

Eigið góðan dag Smile

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Úffff kosningar "jakk" ekki nenni ég að pæla í því enda fæ ég alveg grænar bólur þegar pólitík er annarsvegar.  Leiðist sú tík svakalega.

Knús úr Hrútósveitó.

JEG, 17.3.2009 kl. 11:56

2 identicon

Sæl Guðrún,

Datt inn á bloggið þitt fyrir tilviljun! Gaman að sjá pólítískar pælingar, held að við séum á sömu blaðsíðunni þar á bæ.

Kær kv. Ásta tannsi

Ásta Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 18:36

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Takk fyrir innlitið Ásta. Vertu ævinlega velkomin á bloggið mitt. Venjulega er ég lítið pólitísik en eftir allar hremmingarnar í haust hefur maður aðeins farið að hugsa sinn gang :-)

Guðrún Una Jónsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:33

4 identicon

Ég veit ekki hvað af þesum ösnum maður ætti að kjósa það er sjálsagt sama rasgatið undir þessu öllu. V grænir NEI samfilging NEI ég fengi mig ekki til að kjósa þessa 2 flokka .Ein spurning fyrir salin hvernig haldið þið að ísland væri ef þessir 2 flokkar hefðu verið við völd síðustu 2 kjörtímabil ?

magnum44 veiðigæt (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband