Allir syngja á öskudaginn.

Öskudagurinn rann upp bjartur (fyrir utan smá él ) og fagur (alltaf fagurt á öskudaginn).

Öskudagsgengið mitt (heimasætan ásamt tveimur góðum vinkonum)var mætt í hús uppúr klukkan sjö til undirbúnings.

Í gær var reyndar mikið uppnám á heimilinu því eitt trúðsnefið gufaði upp og fannst ekki þrátt fyrir mikla leit. Það voru því góð ráð dýr og á sjötta tímanum í gær fór mamma gamla á stúfana til að fjárfesta í nýju nefi. En það var sama hvað búðin hét,allsstaðar voru rauðnefin uppseld. Þá var tekið það ráð að hringja í vini og kunningja og kanna trúðsnefjalager þeirra. Seint og síðar meir eftir að hálfur bærinn hafði verið á hvolfi við  að leita kom svo símtalið sem beðið hafði verið eftir.....Það fannst trúðsnef í næstu götu. Öskudeginum var reddað og trúðarnir litlu gátu tekið gleði sína á nýSmile.

Í býtið í morgun var síðan lagt af stað í söngferðalag um bæinn í gervi Síamstrúða. 

IMG_5534

 

 

Stefnan var fyrst sett á flugvöllinn, síðan á sjúkrahúsið, þá var Eyrin skönnuð og svo miðbærinn. Eftir góða útiveru með kuldabola var bankað uppá á Glerártorgi en þar fór fram söng og búningakeppni. Trúðarnir tróðu að sjálfsögðu upp og viti menn þeir rúlluðu þessu upp og unnu fyrstu verðlaun í búningakeppninni hjá hópunum. Glæsilegt það Smile

 

 

Hlýtt Glerártorg var kvatt með virktum og  medalíu um hálsinn og stefnan tekin á sjálfa Brekkuna því enn átti eftir að heimsækja nokkra góða staði. Að því loknu var ákveðið að seðja sárasta hungrið og bjóða trúðunum glæsilegu á Subway. Þá var dagurinn langt kominn, nammitaskan orðin troðin og trúðarnir þrír orðnir meira en sáttir við afrek dagsins.

Þá var bara eftir að skipta góssinu og það er nú eins gott að skipta jafnt á milli þegar síamstrúðar eiga í hlut. 

                                                                 

IMG_5525

 

Litla skrudda slóst í hópinn um hádegið en þá hafði hún slegið köttinn úr tunnunni með félögum sínum á leikskólanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

skemmtilegur öskudagur   væri alveg til í smá nammi

Sigrún Óskars, 25.2.2009 kl. 22:02

2 Smámynd: JEG

JEG, 27.2.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband