Nýtt að norðan

Gott kvöld !

Enn einn gullfallegur dagur að kveldi kominn. Fjallahringurinn okkar var engu líkur hér í dag Smile.

Enn er talið niður fyrir Tantrahelgi við MývatnInLove. Eftir að upp komst um kaloríusnautt fæði Jónínu Ben en dagskammturinn er uppá heilar 500 kaloríur sem hlýtur að flokkast undir svelti Sick(venjulegur kaloríufjöldi er 2000-2500 kal per dag) var snögglega ákveðið að vera í fullu fæði á hótel Seli. Allar pípur voru líka góðfúslega afþakkaðar..... Nefndin er á fundi núna og á ég von á að dagskráin verði negld niður . Gönguskíði, snjósleðaferð, fuglasafnskoðun, Bláa lónið, leiksýning og ball eru líklega  hluti af dagskránniWizard.  En meira um það síðar.....

Lífshlaupið alræmda er nú í algleymingi hér norðan heiða sem annarsstaðar. Gjörgæsla FSA tekur að sjálfsögðu þátt í leiknum og státar af þremur 10 manna liðum sem hlýtur að teljast gott því starfsfólk er á bilinu 30-40 manns. Nokkur samkeppni hefur myndast á milli liðanna og allir leggja sig í líma að safna mínútum fyrir sitt lið. Mitt lið sem heitir Dreamteam stóð þokkalega að vígi við síðustu talningu en Gjörgæslugæsirnar voru þó enn í forystu. Þorraþrælarnir komu líka sterkir inn. Heyrst hefur að fólk leggi ýmislegt í sölurnar í söfnun mínútna og æfi allt uppí þrisvar á dag. Þá veit ég um eina sem er á leiðinni í Vasagönguna í Svíþjóð og bara sú ganga (50-100 km) getur gefið mörg hundruð mínútur fyrir liðið. Verst að hún er ekki í Draumaliðinu mínu......Wink.

Bærinn skalf í gærmorgun þegar íbúðarhús fullt af gaskútum varð alelda  og þak og veggir færðust úr stað . Maður og hundur slösuðust mjög alvarlega. Reykkafarar og aðrir slökkviliðsmenn lögðu sig í hættu á slysstað vegna sprengihættu. Og nú þykir uppvíst hver stal öllum gaskútunum sem hurfu á dögunum.

Heilbrigiðisráðherra "sker meira upp "þessa dagana en niður. Ekki veit ég hvar sparnaðarhnífurinn lendir að lokum en það er nokkuð ljóst að einhvers staðar mun hann lenda. Það nýjasta sem ég heyrði var launajöfnun meðal heilbrigðisstarfsmanna hvað svo sem í því felst. Einnig talar nýi ráðherrann um að spara um milljarð í lyfjainnkaupum. Ef það er hægt því í ósköpum var þá ekki löngu búið að gera það ??? Heilbrigðiskerfið hefur jú verið í bullandi mínusrekstri síðustu ár. Ef ég man rétt átti hluti af söluandvirði Landssímans að renna í nýtt hátæknisjúkrahús.... Hvar ætli þeir peningar séu núna ??? Það lyktaði óneitanlega af kosningabaráttu þegar Önugur nei ég meina Ögmundur lagði niður innritunargjald sem Gulli hafði nýverið sett á og ekki minnkar ilmurinn af kosningabaráttu nú þegar rætt er um að Sankti Jósefsspítali fái að halda sinni starfsemi óbreyttri. Það verður  sannarlega fróðlegt að sjá hvar á t.d að spara 3 milljarða fyrir Landspítala Háskóla sjúkrahús án þess að skerða þjónustu og án þess að seilast í buddu hins óbreytta borgaraWoundering.

Nú er verið að veita íslensku tónlistaverðlaunin í beinni á ríkissjónvarpinu. Sigurrós eru sigurstranglegir í mörgum flokkum. Lag þeirra Inní mér syngur vitleysingur var tilnefnt  til Lag ársins.

Það var hinsvegar þetta lag sem vann þann titil.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Hvítar kveðjur að austan og þar með hreinar kveðjur frá Kbh.  Hér snjóar og snjóar og þá er nú borgin mín alltaf fallegust "snemmast" á morgnana!

Fer ekki eitthvað að koma við hjartað á einum - spyr einn sem er hálffrosin  gott að þetta lag vann

eigið góðan dag norðurfrá 

Jón Arnar, 19.2.2009 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband