Tilhlökkun

Í þessari færslu verður ekki minnst á kreppu, Seðlabanka, AGS eða nokkuð annað leiðinlegt nema í þessari einu setningu.

Nú er talið niður fyrir skemmtiferð í Mývatnssveit, við veljum íslenskt að sjálfsögðu Wink. Hér er á ferðinni góður hópur sem samanstendur af 5 læknum, 4 hjúkrunarfræðingum og einum rekstrarfræðingi og þau eru síðan gift hvort öðru. Algengasta samsetningin er læknir og hjúkka en þó má finna eitt par af lækni og rekstrarfræðingi sem ákváðu að eyða lífinu saman, kannski ekki vitlaust á þessum síðustu og verstu tímum. Hópurinn hefur haldið saman í mörg ár og bryddað uppá skemmtilegheitum inná milli og nú er semsagt kominn tími á slíka upplyftingu.

Eins og áður sagði er stefnan tekin á Mývatnssveit. Þar mun fagurt vera og hægt að baða sig í Bláu lóni.

Ekki veit ég hvort pantaður var pakki hjá Jónínu Ben en ég vona það þó síður því eigi vil ég slöngu upp í rassinn fá W00t. Meðferð hennar var þó rómuð hér í fjölmiðlum fyrir stuttu en ég er full tortryggni samt sem áðurErrm.

Helginni verður að sjálfsögðu eytt á hóteli til að vera atvinnuskapandi í hugsun og gerðum . Ég stakk nú uppá því að nöfnin okkar yrðu sett í einn pott og síðan dregið í herbergin svona til að brydda uppá smá nýjungum og tilbreytingu í svartnættinu Wink en það fékk lítinn hljómgrunn enda allir í hópnum vel og harðgiftirInLove eins og reyndar áður hefur komið fram í þessum pislti mínum.

Reikna má með einhverri útiveru og hver veit nema við klífum fjöll og klofum snjó eða  veljum auðveldu leiðina og förum á fjöll ríðandi snjósleða á, það kemur allt í ljós. Þá má reikna með að menn spreyti sig í veiði gegnum ís á hinu stóra Mývatni nema að hlákuskömmin komi í heimsókn áður. 

En eitt er víst að alltaf verður , ákaflega gaman þá Smile.

Eigið góðan dag og munið að gefa smáfuglunum í kuldanumSmile .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Stefnir greinilega í flotta helgi hjá þér/ykkur! Góða skemmtun bara og hafið bara bossann lokaðan ef þið rekist á Jónínu slöngutemjara ....

Mývatnssveitin er frábær staður að vera á - líka að vetri.

Tiger, 12.2.2009 kl. 17:07

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Góða ferð og góða skemmtun.  Þú gætir kannski bara fengið vinnu hjá Jónínu - blandað stólpípur og gefið þær hægri vinstri

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband