Ótrúlegur leikur

Já þetta er búinn að vera ótrúlegur leikur. Mjög mikil harka hjá báðum liðum. Everton voru mjög grófir í fyrri hálfleik og voru heppnir að halda sínum mönnum öllum inná.Léleg dómgæsla þar. Leikur Liverpool markaðist mikið af hvarfi fyrirliðans en hann fór útaf eftir 15 mínútur sennilega vegna meiðsla. Það var svo til að kóróna allt þegar Lukas fékk að líta rauða spjaldið eftir tvö gul, fyrra brotið var mjög saklaust miðað við hvað bláliðarnir komust upp með í fyrri hálfleik. Torres er kominn útaf og þá er bara að sjá hvort Babel geri einhverjar rósir en hann leysti Spánverjann af hólmi. Áfram LiverpoolSmile .
mbl.is Gosling sló Liverpool útúr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Jæja þá er það búið. Everton sendi okkur útúr þessari keppni með marki 19 ára unglings. En það eru fleiri bikarar í boði !

Guðrún Una Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Ragnar Martens

Bull & vitleisa

Everton voru ekkert grófari en poolarar

Ragnar Martens, 4.2.2009 kl. 22:54

3 identicon

Helv... djö... andsk...  En okkar menn áttu þetta svosem skilið að vera ekki búnnir að klára þetta í fyrri leiknum.

En þvílík hálfmenni voru í byrjunarliðinu ... (maður fær þá hugdettu að Benitez vildi ekki fa dolluna) Dossena (segir allt sem segja þarf) LUCAS (þarf að segja meir?) og Jussi Benajun (hjálpi mér!)

Þvílíkar hetjur segi ég bara.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:57

4 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Ragnar. Ég held að þú hafir verið að horfa á einhvern annan leik.......????? Þeir voru grófari en allt sem gróft er í fyrri hálfleik. Lukkutröllið þar á meðal. Þvílíkur hálfviti sá drengur enda komin með 12 gul spjöld eða eitthvað álíka.

Guðrún Una Jónsdóttir, 4.2.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Sá bara brot af leiknum,svo að ég get ekki dæmt um grófleika manna,en það sem ég sá af honum,fannst mér Everton menn ekkert grófari en púllarar.En nú er ég hræddur um að þessi vertíðin verði dollulaus hjá púllurum,svona eins og vant er.

Hjörtur Herbertsson, 4.2.2009 kl. 23:15

6 identicon

Sammála síðueiganda.  Everton ólýsanlega grófir, dapurt að sjá slíka dómgæslu.  Þetta er ekki fótbolti og FA þarf að skoða slíkt

Baldur (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:29

7 identicon

Hva enginn Riley til að hjálpa looserpool núna?

pjakkurinn (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:33

8 identicon

Maður getur alltaf lesið út úr stuttum og miður gáfulegum færslum með hvaða liði menn halda. Merkilegt reyndar hvursu mikla þörf manutd aðdáendur hafa á að tjá sig um Liverpool. Mætti halda að þeir hefðu rauða herinn á heilanum.

RGÞ (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 08:12

9 identicon

Takk fyrir stuðninginn Liverpoolmenn.

guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 09:34

10 Smámynd: Reynir Elís Þorvaldsson

Guðrún...

Ragnar skrifar á öðru bloggi um þennan sama leik að hann hafi ekki séð fyrri hálfleikinn......samt fer hann hamförum á hverri einustu bloggsíðu í lýsingum á þessum leik.....

 Hvað sagði hann Friðrik Ómar aftur? Varð það ekki:

"Hæst glymur í tómri tunnu".........held að það eigi vel við Ragnar.

Reynir Elís Þorvaldsson, 5.2.2009 kl. 09:40

11 identicon

Grófur leikur? þetta er karlmannsíþrótt Gunna mín :) Súper marío ekki að höndla pressuna.  http://www.youtube.com/watch?v=xtrEN-YKLBM&feature=related  Skoðið þetta brot hjá Gerrand gróft eða hvað? lýsir Liverpool vel

P.s hvað eru menn að tala um að það sé kallt á toppnum? ég finn bara fyrir sól og sælu ;)

Morgan frændi (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 11:17

12 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Já Ragnar það er nú lágmarkið að hafa horft á leikinn áður en maður byrjar að gagnrýna hann.

Morgan minn ! Ég nenni ekki að rífast við þig af því þú ert í ættinni og mig langar að komast í veiðifélagið þitt......Passaðu þig bara á að sólbrenna ekki..... : ).

Áfram Liverpool !

Guðrún Una Jónsdóttir, 5.2.2009 kl. 13:32

13 identicon

Ég hefði viljað að púlarar hefðu unnið en þeir hefðu þá átt að klára þetta heima en MÉR fanst púlarar vera lélegir í gær svo á ekki að taka eina framherjan útaf það er einhver kergja í gangi. En nó um fótbolta á ekki að skella sér í borg ótans og kíkja á opið hús hjá s.v.f.r. það eru víst níir menn í skemtinemd og þeir eru víst alveg æðislega skemtilegir og svo var einhver gugga að tala um að þeir væru líka svo svakalega mindalegir . það er frítt að drekka fyrir mokveiðifélagsmen

Magnum44 veiðigæt (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband