Grænmeti í stað kaffi og kleina.

Fyrsta ríkisstjórnarfundi nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Það bar til tíðinda að á borðum var niðursneitt grænmeti og ídýfur en ekki kaffi og kleinur eins og venja var. Hvort þetta er til styrktar íslenskum landbúnaði eða vegna þess að umhverfisráðherra er grænmetisæta skal ósagt látið.

Að þessum grænmetisfundi loknum  var boðað til blaðamannafundar þs ma þetta kom fram að mínu mati:

Bankastjórar Seðlabankans hafa fengið bréf í hendur þar sem þeir eru vinsamlegast beðnir um að víkja og helst ekki fara fram á 200 milljón króna biðlaun. Vonast er til að þeir hafi það mikið vit í kollinum að þeir sjái það sjálfir að slíka upphæð fer maður ekki fram á í kreppu sem þeir hafa átt þátt í að skapa. Dabbi var staddur erlendis og vildi lítið tjá sig um málið að svo stöddu en hann skilar sér vonandi aftur til að axla sína ábyrgð.

Ekki verður tekin afstaða til hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið enda er það of veigamikið mál fyrir 80 daga ríkisstjórn.

Dusta á rykið af gömlu góðu  stjórnarskránni og gera ýmsar breytingar á henni sem vonandi verður þjóðinni til góðs. 

Fara á fram á að kosningar verði 25. apríl nk en ekki 9. maí eins og fyrrverandi ríkisstjórn lagði til. Mér líst mun betur á nýju tillöguna þs ég verð á kafi í sauðburði í maí og svo á heimasætan afmæli þann 25.apríl og það hlýtur að vera ávísun á að góð ríkisstjórn verði kosin því hún er svo yndisleg mannvera. Ég hlýt að geta skotist úr barnaafmælinu til þess að kjósa. 

AGS bar auðvitað á góma og fjölmiðlafólk hafði áhuga á að vita hvort Steingrímur ætlaði að afpanta lánið. Steingrímur lét í ljós að hann hefði lítinn áhuga  á erlendum lánum. En ég tel ólíklegt að hægt sé að skila láninu en kannski er hægt að fara fram á breytingar á lánskjörum. Það kemur líklega fljótlega í ljós því sendinefnd frá AGS er á leið til landsins til að ræða við nýja ráðherra.

Fólk var hvatt til atvinnuskapandi athæfa. Íbúðalánasjóður ætlar að opna fyrir lán til endurbóta á húsnæði. Eins og fólk hafi ekki af nógu mörgum lánum að greiða nú þegar ? En þetta er atvinnuskapandi !

Það eru 15-20 frumvörp sem á að afgreiða fyrir þinglok. Jóhanna vonaðist eftir góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna. Svo er bara að sjá hvernig hið Nýja Ísland verður....... 

Eigið góðan dag Smile 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Flott tilbreyting á veitingum.  Um að gera að hressa nýju stjórnina verulega með hollri orku ......gefa örugglega jákvæðari strauma frá sér fyrir vikið ......þó vart verið kannski við einhvern vindgang hahahaha.....?  En ég vona svo sannarlega að þessi nýja stjórn geti snúið við blaðinu og að þessi nýju frumvörp og andvörp gangi upp. 

Og þetta með að breyta kostningadegi var nú ekki til að við sauðfjárbændur gætum mætt .....ónei heldur til að skólafólkið gæti mætt.  Ekki það að það breyti mig miklu ég er ekki vön að fara og kjósa enda alltaf í maí.  Og mitt atkvæði skiptir mjög litlu þar sem mínar skoðanir eru oft allt öðruvísi en hinna og því eins og dropi í hafið og hefur ekkert að segja.  Og btw þoli ekki pólitík *hrollur* enda margir þessir háu herrar svo snobbaðir að þeir halda virkilega að þeir séu yfiri okkur hafnir.  Ættu allir sem einn að fara bara á atvinnuleysisbætur en ekki "biðlaun" sjáum hvað þeir verða hressir þá.  Afnemum þessi biðlaun og ríkið sparar milljónir á augabragði.  Málið leyst

Kveðja úr sveitinni austur yfir heiðar. 

JEG, 3.2.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband