31.1.2009 | 05:20
Á vaktinni
Góðan dag eða þannig þs ég er stödd á næturvakt á gæslunni og klukkan að skríða í fimm.
Margt hefur á dagana drifið í þjóðfélaginu síðan síðast. Ríkisstjórnin lagði upp laupana eins og við var að búast. Sjálfstæðisflokkurinn gat ekki hugsað sér að ganga í sæng með Samfylkingunni undir breyttum formerkjum og sleit því sambandinu. Samfylkingin blikkaði síðan Vinstri græna og hafa þau átt nokkur stefnumót síðan sem eru lofandi. Þetta samband verður þó að vera stutt af Sigmundi Davíð í Framsókn svo allt sé nú samkvæmt bókinni og blaðinu og er það í vinnslu að því er virðist. Framsókn vill trúverðugar lausnir og raunsæ markmið. Hver vill það ekki ? Eitthvað dregst stjórnarmyndun þó á langinn en það var kannski bjartsýni að halda að það tækist að mynda stjórn fyrir helgi.
Jóhanna kerlingin orðin heimsfræg á einum degi og komin með ótal titla eins og fyrsti kvenforsetisráðherrann og fyrsti samkynhneigði forsetisráðherrann. Það fór þó ekki svo að hennar tími kæmi ekki.... Hún stóð sig reyndar mjög vel sem félagsmálaráðherra en í öllu kreppufárinu og bankahruninu var hún eiginlega gleymd og grafin. Kynhneigð hennar kemur þó líklega ekki til með að hjálpa henni í endurreisn landsins en hún er sjálfsagt ekki til skaða heldur.
Áfram Ísand .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Heppin ertu að komast í bloggið í vinnunni. Á LSH er búið að loka fyrir það - eins og starfsfólkið sitji bara og bloggi á meðan hinir sjúku bíða
Ég vona að Jóhanna standi sig vel - maður verður að hafa trú á þessari endurreisn!
Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 23:07
Ég fer nú bara á bloggið þegar rólegt er. Sjúklingarnir ganga jú alltaf fyrir.
LSH hefur greinilega ekki fullt traust á starfsfólki sínu hvað þetta varðar. Það eru jú alltaf svartir sauðir sem skemma fyrir okkur hinum.
Guðrún Una Jónsdóttir, 2.2.2009 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.