5.1.2009 | 10:54
"Nóra" kerlingin í heimsókn.....
Góðan dag og nokkuð syfjaðan.
Ef þið nennið ekki að lesa meira um gubbupestir skuluð þið hætta að lesa þetta blogg strax........
Litla skrudda sem hélt okkur við efnið með explosívum uppköstum föstudaginn síðasta tók upp sömu iðju í nótt..... . Þessi elska settist bara uppí rúmi móður sinnar þs hún dvelur langdvölum og spúaði eins og hver. Mamma gamla var að sjálfsögðu svifasein enda varla vöknuð og tókst engu að bjarga. Það voru því ennein botnskipti á rúminu og hef ég sjaldan skipt svo ört á rúmi mínu gegum árin. Það sem svona litlir mallakútar geta innihaldið og mér finnst hún auk þess aldrei borða neitt.
Finnst mér líklegt að Nóra gamla(iðrakveisuveiran Nóró) hafi flutt lögheimili sitt hingað um hríð því það er ekki bara skrudda litla sem hefur orðið fyrir barðinu á kvikindinu. Ég lá í bælinu í sólarhring um helgina með "Gullfoss"......og unglingurinn fékk bæði Gullfoss og Geysi blessaður. Nú eru það bara heimasætan og minn heittelskaði sem Nóra hefur látið í friði hingað til og verður spennandi að sjá hversu lengi þau halda út.....Þessi sama veiruvinkona heimsótti okkur í fyrra með mikilli vanlíðan og upp og niður einkennum. Ef einhverstaðar ætti að vera kvóti þá er það á svona heimsóknum. Þetta er að sjálfsögðu ekkert hættulegt hraustu fólki en getur farið illa með gamalt (held ég sleppi) og veikburða fólk.
Samkvæmt Mbl.is í dag eru 5 sjúklingar í einangrun vegna Nóró veirunnar á Sjúkrahúsi Akureyrar en það er einmitt á þeim stofnunum sem þessi blessuð veira getur valdið verulegum usla. Sama kom uppá Sjúkrahúsi Húsavíkur og Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum fyrir nokkru.
Ágætu lesendur þessarar fremur lítið uppörvandi færslu. Farið varlega, sérstaklega í návígi við hana Nóró.
Eigið annars góðan dag .
Þetta mátti lesa á Mbl.is í morgun:
Fimm í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Fimm eru í einangrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hafa verið greindir með nóróveiru. Slíkar veirur valda iðrasýkingu og smit berast hæglega manna á milli með saurmengun, hósta eða munnslími.
Einkennin eru yfirleitt slæmar magakveisur, uppköst, niðurgangur og stundum hiti. Hjá heilbrigðu fólki gengur sýkingin jafnan yfir á einum til tveimur dögum en hún leggst þyngra á fólk sem er veikt fyrir. Af þeim sökum er mikið lagt upp úr að einangra fólk, sem ber sýkinguna, inni á spítölunum svo það flytji ekki sýkinguna yfir á aðra, segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Algengar sýkingar
Nóróveirur eru algeng orsök iðrasýkinga í þjóðfélaginu. Á undanförnum árum hafa nóróveirufaraldrar í vaxandi mæli sett mark sitt á starfsemi sjúkrahúsa og öldrunarstofnana. Heilu deildirnar geta lokast tímabundið meðan faraldur gengur yfir ef sjúklingar eða starfsmenn veikjast.
Haraldur segir gripið til margvíslegra úrræða til að sporna við útbreiðslu sýkingarinnar. Í venjulegum tilfellum er fólki gert að halda sig heima og vera ekki að umgangast aðra of mikið á meðan sýkingin gengur yfir. Einnig er lögð áhersla á að gæta vel að hreinlæti. Þetta getur verið erfiðara inni á sjúkrahúsum, enda eru það lokaðar einingar. Þar er þess þó gætt að þrífa alltaf vel þar sem einhver sýktur hefur verið.
Þá getur einnig þurft að setja fólk í einangrun líkt og í fyrrnefndu tilfelli á Akureyri. Afar mikilvægt þykir að þeir sem veikir eru heimsæki ekki ættingja eða vini á sjúkrahús eða öldrunarstofnanir enda getur slíkt hæglega komið af stað faraldri innan stofnunarinnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Æjjjj ekki gaman þetta. Hér kíkti Nóró í fyrra og það var ekki gaman. Sko og það á jólunum. Knús
JEG, 5.1.2009 kl. 11:29
Nóró er leiðinlegur gestur og ég vona svo sannarlega að þú komir honum úr húsi sem fyrst.
Sigrún Óskars, 5.1.2009 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.