24.12.2008 | 11:58
"Ertu búin að öllu" ?
Góðan og blessaðan aðfangadag.
Í texta Baggalútsmanna segir : "Það koma vonandi jól" og má því segja að von þeirra rætist því allt bendir til þess að blessuð jólin gangi í garð þrátt fyrir allt.
"Ertu búin að öllu" spurningin er vinsæl fyrir jólin. Hef alltaf svolítið gaman að þessari spurningu og velti fyrir mér hvað í henn felst og hvernig henni beri að svara. Hvað er eiginlega þetta "allt" sem þarf að gera fyrir jólin ??? Jú við kaupum auðvitað jólagjafir og sendum jólakort en allt hitt er ég vön að gera allan ársins hring það er að elda, þrífa.........Þetta allt er því kannski orðum ofaukið.
Bernskuminningar af jólum eru okkur öllum dýrmætar. Það sem ég man hvað best er þegar við pabbi komum úr fjárhúsunum á aðfangadag milli kl fjögur og fimm og fundum rjúpnailminn í bland við gömlu góðu þriflyktina (þrif þrífur allt þið munið). Þá voru jólin sko komin. Síðan var náttúrulega tilhlökkunin að opna jólapakkana en gjafir almennt voru ekki algengar í þá daga (mætti halda að ég væri ævaforn ). Oft var biðin eftir pökkunum löng því drjúgur tími fór í að gera rjúpunum skil og síðan þurfti auðvitað að vaska upp en þá setti pabbi gamli upp svuntuna sem mér þótti alltaf svolítið skrýtið enda var hann ekki vanur að vera í eldhússtörfum í þá daga.
En hér sit ég og blogga á náttfötunum meðan hangikjetið sem borða á á jóladag sýður í pottinum. Það má því eiginlega segja að tímarnir hafi breyst nokkuð.
Kæru vinir, ættingjar og þið sem hafið heimsótt bloggsíðuna mína, guð gefi ykkur gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Lifið heil.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Innilegar óskir um gleðilega hátíð Guðrún Una. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð. Knús og kram ...
Tiger, 24.12.2008 kl. 22:25
Gleðileg jól til þín og fjölskyldunar þakka liðið
Hættþþ (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.