19.12.2008 | 12:24
Jólin koma, jólin koma.....
Góðan og blessaðan daginn.
Jæja það er orðið alltof langt um liðið frá síðustu færslu og ég farin að stirðna í fingrunum.
Augnmein mitt sem ég nefndi í síðustu færslu er varla mein lengur. Ég var Leppur í einn sólarhring en nú sé ég allt sem ég vil sjá og sárið verður ábyggilega gróið áður en ég gifti mig því það er ekkert sem bendir til þess að minn heittelskaði sé á leiðinni á skeljarnar..... .
Þessi vika er búin að vera í meira lagi skrautleg og hefur að öllu leyti snúist um þessi blessuðu börn mín sem ég elska heitar en allt annað. Klarinettuæfingar, klarinettutónleikar, kóræfingar, stofujól, litlujól,jólasveinastörf að kveldi,jólatrésskemmtun hjá skruddu, foreldraviðtal vegna skruddu,fótboltaæfingar og svo mætti lengi telja. Svo þarf maður náttúrulega að borða, sofa, vinna smá,æfa svo bakið haldi, þrífa, baka, kaupa jólagjafir, pakka inn jólagjöfum......osfrv. Kannast einhverjir við þessa lýsingu ??? Svo spyr þessi sem ekki er farinn á skeljarnar ennþá hvað hefur þú gert í dag elskan??? Hann heldur náttúrulega að ég sé bara í ræktinni og á blogginu. Nei þetta var nú orðum aukið..... En nú sér fyrir endann á þessu og í dag pökkum við í töskurnar og keyrum austur á bóginn þs helginni verður eytt. Það verður yndislegt að hitta fjölskylduna fyrir jólin og fá að skreppa aðeins í fjárhúsin.
En þó svo sumir dagar séu annasamir er líf mitt ekki eins dramtískt og þessara kvenna......
Eigið góða helgi og svo koma blessuð jólin .....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Skilða til hans sem heldur að þú sért bara í ræktinni og á blogginu að það sé skynsamlegt að giftast kærustunni sinni
Gréta A. (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:58
getur þú ekki gefið honum hnjáhlífar í jólagjöf? honum finnst kannski vont að fara á hnén
hafðu það sem allra best - knús og kveðjur frá mér
Sigrún Óskars, 20.12.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.