14.12.2008 | 21:44
Sú eineyga og við hin........
Gott kvöld eða gott er kannski ekki efst í huga mínum þessa stundina. Hér sit ég og blogga með stóran lepp fyrir auganu. Nei ég er ekki í neinum sjóræningjahugleiðingum. Aðdraganda þessa má rekja til gærkveldsins en þá leyfði ég mér þann munað að tylla mér í sófann og kíkja á sjónvarpið og vissi þá ekki fyrr til en lítill fingur var kominn í kaf í augað á mér. Litlan Skruddan var semsagt í stuði og var aðeins að banda út höndunum. Sársaukinn sem þessu fylgdi var ólýsanlegur en maður er nú alinn upp í sveit og þar komst maður nú ekki upp með neinn aumingjaskap svo ég svaf á þessu í nótt og hélt náttúrulega að góður nætursvefn læknaði allt. En í staðinn fyrir að fara á kór og gítartónleika heimasætunnar eyddi ég drjúgum hluta þriðja sunnudags aðventu á slysadeild FSA til að fá bót augnmeins míns.Drjúgasti hluti tímans fór reyndar fram á biðstofunni
en þar var hálfur bærinn mættur með hin ýmsu mein og kvilla. En svo kom að þeirri dýrðarstund þegar doktorinn deyfði augað
. Hefði getað kysst hann rembingskoss fyrir
. Að skoðun lokinni var greiningin: Stór sár/flipi á hornhimnu vinstra auga. Meðferð: Auga lamað með til þess gerðum augndropum og STÓR leppur eða þrýstingumbúðir skellt yfir. Tími hjá augnlækni kl 13 á morgun. Amen
.
Fjölskyldumeðlimir hrukku í kút þegar mín birtist með herlegleitin í augastað og litla skrudda sagði: ég lemma mömmu í gær. Þessi elska var ósköp skömmustuleg
og ég fékk þvílíku faðmlögin og kossana og hughreystandi orð eins og "Allt búið"......En svona gerast slysin....
Þetta setur náttúrulega strik í reikninginn hvað ýmsa hluti varðar.... Held td að ég verði að sleppa ræktinni í fyrramálið nema ég vilji fara aftur á slysadeildina með fallskaða af hlaupabrettinu. Húsverkum verður sinnt eins lítið og ég kemst upp með....Kem til með að lifa það af....
Svo er bara að sjá hvort jólamyndirnar í ár verði með eða án Lepps,Skrepps og Leiðindaskjóðu.
Eigið ljúft sunnudagskvöld á þriðja í aðventu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
klikkaði á stafsetningunni... á að vera eineygða.... bið forláts...
Guðrún Una Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:12
Ææææjjjj ekki gott að heyra en slysin gera jú ekki boð á undan sér. Vona að þetta lagist nú fljótt kona góð. Eigðu ljúft kvöld. Kveðja úr Hrútósveitó.
JEG, 14.12.2008 kl. 22:19
Æi, þetta er nú ekki gott. Farðu vel með þig og góðan bata
Gréta A. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:28
Sjóræningjakveðjur farðu vel með þig
Næturvaktin
Næturvakt (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:13
Þú verður s.s. hugguleg um jólin
Hafdis B (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:34
æjjæjj svona slys getur maður bara ekki ráðið við
en sú litla hefur að minnsta kosti ekki ættlað að gera þetta við þig, hún hefur bara verið í smá stuðkassti, hún er nú rosa mikill stuðbolti
Hættþþ (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.