14.12.2008 | 21:44
Sú eineyga og við hin........
Gott kvöld eða gott er kannski ekki efst í huga mínum þessa stundina. Hér sit ég og blogga með stóran lepp fyrir auganu. Nei ég er ekki í neinum sjóræningjahugleiðingum. Aðdraganda þessa má rekja til gærkveldsins en þá leyfði ég mér þann munað að tylla mér í sófann og kíkja á sjónvarpið og vissi þá ekki fyrr til en lítill fingur var kominn í kaf í augað á mér. Litlan Skruddan var semsagt í stuði og var aðeins að banda út höndunum. Sársaukinn sem þessu fylgdi var ólýsanlegur en maður er nú alinn upp í sveit og þar komst maður nú ekki upp með neinn aumingjaskap svo ég svaf á þessu í nótt og hélt náttúrulega að góður nætursvefn læknaði allt. En í staðinn fyrir að fara á kór og gítartónleika heimasætunnar eyddi ég drjúgum hluta þriðja sunnudags aðventu á slysadeild FSA til að fá bót augnmeins míns.Drjúgasti hluti tímans fór reyndar fram á biðstofunni en þar var hálfur bærinn mættur með hin ýmsu mein og kvilla. En svo kom að þeirri dýrðarstund þegar doktorinn deyfði augað. Hefði getað kysst hann rembingskoss fyrir. Að skoðun lokinni var greiningin: Stór sár/flipi á hornhimnu vinstra auga. Meðferð: Auga lamað með til þess gerðum augndropum og STÓR leppur eða þrýstingumbúðir skellt yfir. Tími hjá augnlækni kl 13 á morgun. Amen.
Fjölskyldumeðlimir hrukku í kút þegar mín birtist með herlegleitin í augastað og litla skrudda sagði: ég lemma mömmu í gær. Þessi elska var ósköp skömmustuleg og ég fékk þvílíku faðmlögin og kossana og hughreystandi orð eins og "Allt búið"......En svona gerast slysin....
Þetta setur náttúrulega strik í reikninginn hvað ýmsa hluti varðar.... Held td að ég verði að sleppa ræktinni í fyrramálið nema ég vilji fara aftur á slysadeildina með fallskaða af hlaupabrettinu. Húsverkum verður sinnt eins lítið og ég kemst upp með....Kem til með að lifa það af....
Svo er bara að sjá hvort jólamyndirnar í ár verði með eða án Lepps,Skrepps og Leiðindaskjóðu.
Eigið ljúft sunnudagskvöld á þriðja í aðventu
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
klikkaði á stafsetningunni... á að vera eineygða.... bið forláts...
Guðrún Una Jónsdóttir, 14.12.2008 kl. 22:12
Ææææjjjj ekki gott að heyra en slysin gera jú ekki boð á undan sér. Vona að þetta lagist nú fljótt kona góð. Eigðu ljúft kvöld. Kveðja úr Hrútósveitó.
JEG, 14.12.2008 kl. 22:19
Æi, þetta er nú ekki gott. Farðu vel með þig og góðan bata
Gréta A. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:28
Sjóræningjakveðjur farðu vel með þig
Næturvaktin
Næturvakt (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:13
Þú verður s.s. hugguleg um jólin
Hafdis B (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:34
æjjæjj svona slys getur maður bara ekki ráðið við
en sú litla hefur að minnsta kosti ekki ættlað að gera þetta við þig, hún hefur bara verið í smá stuðkassti, hún er nú rosa mikill stuðbolti
Hættþþ (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.