Í lok vaktar

Góðan og blessaðan eða þannig.

Morgunstund gefur gull í mund nema þegar maður er á næturvakt eins og ég er semsagt núna. Sú stund er þó jákvæð að einu leyti þe að ég fæ bráðum að fara heim og leggja mig. Sé rúmið mitt í hillingumHalo.

Einhver bloggleti hefur verið að hrjá mig undanfarið eins og sjá má á fjölda færsla sl daga.

Undirbúningur jólanna er þó undir kontról og fyrsti jólasveinninn kom í nótt eða það ætla ég að vona ..... Það var spenningur í heimasætunni í gærkveldi og hún hjálpaði litlu skruddu að setja sinn skó út í glugga líka. Svo var skrifað bréf til jólasveinsins og settar nokkrar kökur  fyrir sveinka. Eitthvað er þó trúin á jólasveininn farin að dala hjá þeirri eldri og líklega skilur litla skrudda lítið í þessu öllu saman. Hún kyrjar þó jólalögin eins og ekkert sé og í uppáhaldi eru Jólasveinar ganga um gólfWink. Yndislegt að heyra hana syngja þessa elsku og yljar sannarlega í miðri kreppunni. Ég varð að nefna hana, er þetta ekki alveg ótrúlegt......

Jæja nú er nóg komið að sinni. Eigið góðan dagSmile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband