Ástarbragð á öðrum sunnudegi aðventu.

Góðan og blessaðan daginn.

Já það er víst kominn annar sunnudagur í aðventu og alltaf er maður jafnhissa hvað tíminn æðir áframWoundering. Á einhverjum tímapunkti finnst manni að maður hafi allan heimsins tíma til að sinna því sem gera þarf fyrir jólin og svo er bara allt í einu tvær viikur til jóla og ég bara búin að baka eina sortW00t..... þetta gengur náttúrulega ekki. Svo nú er bara að setja á sig svuntuna og byrja á baka (þessi var stolin úr Toyota auglýsingu sem ég heyrði í útvarpinu rétt í þessu..). Nei án gríns, ég er alveg pollróleg en ofninn er orðinn heitur svo nú á að skella í lakkrístoppa fyrir húsbóndannInLove.

Nokkrar jólaseríur rötuðu rétta leið í gær svo gluggarnir eru orðnir jólalegir og allur bærinn er kominn í jólaskap. Þetta er yndislegur tími.

Heimasætan er í þéttu prógrammi þessa dagana í tengslum við tónlistaskólann en þar spilar hún í grunnsveit blásturdeildar á klarinett. Þau spiluðu á tónleikum í VMA á miðvikudaginn og á Glerártorgi í gær. Duglegir krakkarSmile.

Jæja gerði smáhlé í þessari færslu. Nú eru lakkrístopparnir semsagt klárir. Þeir voru reyndar aðeins of lengi í ofninum en hvað, smá ástarbragð hefur nú aldrei drepið nokkurn mann svo minn heittelskaði ætti að lifa þetta af. Taka viljann fyrir verkið.....Bakstur er ekki alveg mín sterkasta hlið en ég held ótrauð áfram samt....Smile. Það var nefnilega þannig á mínum æskuárum að  þegar mamma var á kafi í jólabakstrinum var mín með pabba gamla í fjárhúsunum en eins og flestir vita er mikið fjör í þeim húsum á þessum árstíma. Á þessum árum var það nefnilega  svo að hverri blæsma rollu var haldið sérstaklega og síðan voru herlegheitin skráð jafnóðum. Ég var ritarinn. En þetta var nú smá útúrdúr til að reyna að afsaka ástarbragðið af lakkrístoppunum.......Wink

Njótið dagsins við kertaljós og ekkert ástarbragð InLove.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hleypt til svona snemma eða bakaði mamma þín svona seint, jafnvel milli jóla og nýjars

Gaman sjá að dóttirin er í tónlistinni, klarinett er flott hljófæri og þægilegt. Pældu í því hvað það tekur miklu minna pláss en píanó td.

Gréta A. (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: JEG

hahaha..... já hér á bæ er leitað að blæsma rollurössum og ekki eru það hrútarnir sem fá að græja þá þessa dagana ónei þvi við erum að sæða en í næstu viku fá þeir að spreita lillann sinn.  Já og ég ætla nú bara að klára að baka í næstu viku.  Enda bæjarferð framundan og sæðingar á fullu.

Kveðja úr Hrútósveitó.

JEG, 9.12.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Sigrún Óskars

já lakkrístoppar, eru þetta marenstoppar með lakkrískurli? Góð hugmynd - ég ætti að baka svoleiðis fyrir mig (fæ mígreni af súkkulaði).

svo af því ér er alin upp í borginni - hvað þýðir blæsma rolla?

kveðja norður til þín

Sigrún Óskars, 9.12.2008 kl. 18:12

4 identicon

Ha,ha. Fyrir ykkur borgarbörnin að þá þýðir blæsma rolla að ærin sé tilbúin að fá hrútinn í heimsókn......Þá skilur þú vonandi hvað ég meina.....

Og Gréta mín ekki spyrja svona erfiðra spurninga...... var bara að reyna að finna skynsamlega afsökun á ástarbragðinu fyrrnefnda.....

guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:55

5 identicon

Hæ,hæ Gunna

Ég ætlaði nú bara að segja þér það að það eru ekki tvo i í vikaÞú skrifaðir nefnilega viika.hehe

Kær kveðja Dagný Þóra

Dagný Þóra Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband