Bráðum koma blessuð jólin....

Gott kvöld.

Hér norðan heiða er kominn vetur í allri sinni dýrð. Bæjarbúar keppast við að tendra jólaljósin jafnt úti sem inni. Það styttist jú óðum í jólahátíðina og fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun. Í dag var kveikt á jólatrénu á Ráðhústorgi en það kemur frá vinabænum Randers í Danmörku. Enn eitt hjartað í átakinu Brostu með hjartanu leit líka dagsins ljós en það logar og slær austur í Vaðlaheiði. Frábært framtak.

Ég vaknaði í V-stellingu í morgun. Litla skrudda er nefnilega búin að uppgötva fjarstýringuna á rúminu okkar og ýtti hún á alla hugsanlega takka á henni með þeim skemmtilegu afleiðingum að höfða- og fót gaflinn æddu upp á ógnarhraða og mamma gamla endaði í vaffiPinch...... Hjálp.... Betur fór en á horfðist...... Annars er að verða plásslítið í hjónarúminu. Litla skrudda er alveg flutt til okkar og mér til mikillar mæðu tekur hún heila hjörð af tuskudýrum með sér undir sængina mínaW00t. Ljósmóðir nokkur sagði mér á sínum tíma að við ættum bara að leyfa litlu skruddu á lúra hjá okkur og kallaði hjónarúmið fjölskyldurúm. Þetta hljómaði gáfulega þá en ég veit ekki hversu gáfulega þetta hljómar í dagWink. Leyfið börnunum að koma til mín...... 

Ég gerði nýja tilraun til úlpukaupa í dag og viti menn ég fann eina undir þrjátíuþúsundum og er svona að spá í að þyggja hana að gjöf frá mínum heittelskaða. Það stefnir jú allt í að hér sér kominn vetur með kulda og trekki svo þetta er freistandi tilboð. Þetta gæti líka leitt til að minni bifreiðanotkunar og þá líka til minni eldsneytiseyðslu. Gæti svosem fyllt bílinn ca tvisvar sinnum fyrir úlpuverðið......Ætla að sofa á þessuSleeping. Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já mér finnst nú í lagi að þau kúri uppí fram að vissu marki.  Skil reyndar ekk suma sem eru með krakkana uppí frameftir öllu sko.  Og ég skil ekki heldur að henda barninu í annað herbergi strax.  Finnst það kuldalegt.  En sumir hafa þetta svona og virkar ágætlega þó ég gæti það ekki.  Enda með börn sem hafa þykkan naflastreng sem slitnar ekki á fyrsta degi.  Tel að börn hafi gott af þessari nánd því kuldinn getur skaðað sálina hjá sumum. 

En já ég hef nú bara ekki getað skoðað úlpur eða yfirhafnir þar sem verðið er svo hátt að ég næ ekki upp í það enda frekar lágvaxin kona.  Svo ég nota bara bílinn ef ég þarf að fara eitthvað.....hahaha...

Jólaljósin já þau hafa það fínt upp á lofti ennþá   Kveðja úr Hrútósveitó. 

JEG, 29.11.2008 kl. 22:52

2 identicon

Gunna mín þau hætta þessu þegar þau fara sjálf að sofa hjá

Gréta A. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband