14.11.2008 | 15:51
Pestarbæli
Góðan dag.
Ég og minn heittelskaði búin að vera heima sl tvo daga lasin. Ekki veit ég hvort kreppuáhyggjur séu byrjaðar að brjóta niður mótstöðu líkamans.....
Var reyndar boðið í hádegissnarl til góðrar vinkonu og skellti því í mig tveim panodil til að hressa uppá mína. Hún sagði mér frá konu nokkurri sem hefði farið í bankann sinn í morgun og tekið út aleiguna. Það kom víst sú saga að sunnan í gærkveldi að eitthvað mikið ætti að gerast á mánudaginn komandi og fólki var ráðlagt að halda fast um peningana sína. Eitthvað var hún nú farin að sjá eftir þessu því það er erfitt að sofa með öll peningabúntin undir koddanum.......en fannst hálf kindarlegt að koma með peningana sína aftur í bankann sama dag til að leggja þá inn.....
Heyrði aðra sögu sem átti sér stað í Landsbankanum á Akureyri fyrir skömmu. Það var önnur kona sem ætlaði að taka út peningana sína en komst að því að innistæður hennar hefðu verið frystar svo engan aur var að fá. Sú gaf sig ekki og ætlaði að grípa með sér einn af fínu leðurstólunum í bankanum sem sárabót en var stoppuð af öryggisverði... En hugmyndin var góð engu að síður.
Hvað fannst ykkur svo um viðtalið við Björgólf í Kastljósi í gær ???? Það var nú bara til að æra óstöðugan. Vona samt að hann segi satt þe að eigur Landsbankans dugi fyrir skuldum Ice Save. Annars fáum við að finna fyrir því er ég hrædd um.
Ætlaði eiginlega ekki að skrifa neitt um kreppu í dag en svo nefni ég hana í öðru hvoru orði....
Helgin framundan og við í eymd og volæði. Vona samt að við komumst á tónleika Lundarskólakórsins og heimasætunnaar en þeir eru á morgun. Þá er hún líka að keppa fótboltaleik í fyrramálið á móti erkióvinunum Þór. Áfram KA.
Akureyri stóð sig vel í handbolta karla í gær og gerðu sér lítið fyrir og lögðu FH í Kaplakrikanum. Glæsilegt það .
Góða helgi
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Já það má segja að það sé gott að vera bara fátækur og eiga enga auka aura í banka því þá er ekki hægt að frysta á né sjóða. Eigðu góða helgi og takk fyrir vináttuna.
JEG, 14.11.2008 kl. 16:00
vona að heilsan batni og að kreppuáhyggjur fari burt á kórtónleikunum . Eigðu góða helgi
Sigrún Óskars, 14.11.2008 kl. 20:54
Takk fyrir það og sömuleiðis.
Heilsan er aðeins í áttina, ég komst allavega á tónleikana sem voru mjög skemmtilegir.
guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.