26.10.2008 | 11:31
Snjókorn falla......
á allt og alla.....
Já fyrsti vetrardagur stendur virkilega undir nafni í ár því hér er hefur kyngt niður snjó síðustu nætur.

Þessi mynd var reyndar tekin í fyrra um svipað leyti en ég held að þetta sé öllu verra í ár.
Þegar ég opnaði útidyrahurðina í morgun valt inn stór skafl og stuttu seinna sleppti hjartað úr slagi þegar einhver tonn af snjó hrundu af þakinu og lentu með miklum dynk fyrir utan eldhúsgluggann minn og það í miðjum morgunsopanum.
Velkominn vetur konungur !
Það er svosem ágætt að geta beint athyglinni að einhverju öðru en krepputali, gjaldeyrissjóðnum og Geir og félögum.

Svo er aldrei að vita nema maður geti farið að hníta á sig skíðin og halda frægðargöngu fyrraveturs áfram en eins og kannski einhverjir muna fór mín á svigskíði í fyrsta skipti í fyrravetur og var þessi mynd tekin af því tilefni í ungbarnabrekkunni (töfrateppinu).
Það er heldur ekki laust við að það fari að örla aðeins á jólaskapinu þegar snjókornin falla svo ört af himninum. Ég fjárfesti því í jólapappír og tilheyrandi fyrir skömmu og hlýt að hafa sparað stórum því allt var á 70 % afslætti......
Nú svo langar mig að agitera aðeins fyrir átakinu Jól í skókassa sem er að fara í gang á vegum KFUM og KFUK. Frábært að geta glatt munaðarlaus börn í Úkraínu. Á flestum heimilum er til fullt af notuðum en velmeðförnum fötum og leikföngum sem koma sér vel hjá þessum krökkum. Kíkið á þetta á skokassar.net.
Þá er félag hjúkrunarfræðinga hér fyrir norðan að fara í gang með söfnun á fötum fyrir mæðrastyrksnefnd Eyjafjarðar þs aðallega er verið að óska eftir jólafötum og útifötum fyrir veturinn. Þarna er upplagt að fara í skápana og taka aðeins til fyrir jólin og leyfa öðrum að njóta með okkur.
Í gær var heilsueflingardagur hjúkrunarfræðinga hér fyrir norðan á vegum Norðausturlandsdeildarinnar. Hann var haldinn út í líkamsræktarstöðinni Bjargi og tókst með afbrigðum vel. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir ein af eigandendum Bjargs og mikil heilsuræktarkona fylgdi okkur í gegnum salsa, línudans,tai chi, jóga og slökun. Þá var boðið uppá góðan hádegisverð og að lokum enduðum við allar út í heita pottinum þs sumar brugðu á leik og gerðu engla í snjónum. Hver skyldi það nú hafa verið ?????. Takk fyrir góða og endurnærandi samverustund stelpur.
Í dag er síðan stórbingó hjá yngri deildum KA í fótbolta og er það haldið niður í Brekkuskóla kl 14 en þetta er ein af tekjulindum yngri flokkanna í fótbolta.
Lasleikinn heldur áfram á mínu heimili því skrudda litla er ennþá lasin fjórða daginn í röð. En þetta hlýtur nú að fara að ganga yfir.
Hafið það gott
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.