22.10.2008 | 12:22
Hugleiðingar hjúkku fyrir norðan
Góðan og blessaðan daginn sem heilsaði með frosti sem beit í kinnarnar.
Mín búin að moka fjölskyldumeðlimum út úr húsi og sjálf búin að fara í ræktina.
Settist fyrir framan sjónvarpið í gærkveldi sem ég geri annars sjaldan nema þegar verið er að sýna Greys Anatomy sem byrjar reyndar í kvöld en það er nú önnur saga. Fréttir kvöldsins voru á skjánum og fátt jákvætt eins og einkennt hefur fréttaflutning síðustu daga. Landsbankinn kominn á svartan lista í Bretlandi sem skartar ma Al-Qaida , Talibönum og fleira góðu fólki........ Þá var verið að rifja upp laun fráfarandi bankastjóra hér á landi síðustu daga. Ef ég man þessar tölur rétt var bankastjórinn minn í Kaupþingi með um 60 milljónir í laun á mánuði. Já sæll ef ég skelli þessu í reiknivélina til að finna út hversu margfalt hærri laun hann hefur í samanburði við mig fæ ég töluna 200, semsagt 200 sinnum hærri mánaðarlaun en ég . Svo getur maður spurt sig hvort okkar ber meiri ábyrgð í starfi hann sem bankastjóri og sýslar með peninga eða ég sem er hjúkrunarfræðingur og ber ábyrgð á mannslífum. En munurinn á okkur er vissulega þessi kynbundni þið vitið og svo vinn ég hjá ríkinu en hann var í útrásinnu frægu.
Þá gat ég nú ekki annað en brosað þegar var verið að ræða um hugsanlegan vöruskort fyrir jólin í útvarpinu í gær. Hvað haldið þið að hafi verið nefnt fyrst á nafn af þeim vörum sem gæti orðið skortur á fyrir jólin ??? Jú hvað annað en flatskjáir ! Þetta er dæmalaust týpískt íslenskt. Alveg er mér skítsama þó það fáist ekki flatskjáir fyrir jólin. Gamli svarti kubburinn minn er reyndar á síðasta sjéns en jólin koma samt sem áður og verða bara yndisleg eins og alltaf án flatra sjónvarpa. Verst að ég þarf að vinna á aðfangadagskvöld en svona er að vera í vaktavinnu á sjúkrahúsi. Nóg um það.
Hrikalegt að heyra um fjöldann allan af ungu fólki sem lifir á yfirdrætti. Fólk getur víst fengið allt að 900.000 í yfirdrátt sem er á 22 % vöxtum ,flestir eru með undir 300.000 í laun. Hvað er í gangi ???
En nú lítur út fyrir að Norðmenn ætli að koma gamle "Sagaöya" til hjálpar og sendinefnd er á leiðinni frá Noregi. Þetta líst mér vel á. Svo hljóta mál að fara að skýrast hvað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn varðar.
Og úr einu í annað. Rétt í þessu var ég að heyra að sjálfur David Bekkham hinn sykursæti fótboltamaður yrði lánaður til AC Milan í vetur. Verður ekki leiðinlegt fyrir hina 35 kg Viktoríu Beckham að komast til tískuborgarinnar Mílanó.
Eigið góðan dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.