Vetur konungur bankar uppá

Jæja þá er þriðja og síðasta næturvaktin að verða afstaðin og ég á lífi ennþá ásamt sjúklingunum mínum.

Vetur konungur bankaði óvænt uppá í gærkveldi og úti er vel hvít jörð. Sei,sei það er nú kominn 20.október og ekki óvanalegt að það sé kominn snjór hér norðan Alpafjalla á þessum árstíma. Gott að naglarnir eru komnir undir jeppann.

Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hvort við fáum einhverjar krónur úr Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Mér skilst að það sé nóg í honum og og aðeins tvö lönd sem óska eftir aðstoð þe þá okkar gamla og góða Ísland og Úkraína. Venjulega er það þannig að menn fá það úr sjóðnum sem menn hafa lagt í hann en þar sem nóg er til og fáir hafa sótt um aðstoð uppá síðkastið eru líkur á að við fáum það sem við biðjum um. Þetta heyrði ég einhversstaðar og vona að ég sé ekki að fara með rangt mál. Aðalatriðið er að fara koma lagi á fjármálaóreiðu landsins og fyrirbyggja frekari skaða.

Ég græt yfir ýmsu sem birtist á sjónvarpsskjánum en þegar ég fann að augun fylltust af tárum yfir að horfa á samkundu hjá Samfylkingunni í gærkveldi með Ingibjörgu Sólrúnu í fararbroddi var mér allri lokið og hugsaði með mér að nú væri nóg komið. Þvílík viðkvæmni ! Fjölskyldumeðlimir mínir hafa lúmskt gaman af þessum hæfileika mínum og hnippa í hver annan og glotta við tönn þegar þeir sjá tárin streyma niður kinnar húsmóðurinnar og á skjánum er verið að sýna gamanmynd.........Enginn er fullkominnTounge.

Svo eru menn farnir að éta þessar fáu löggur sem starfa á Króknum.... Hvað er í gangi ?? Ætli það sé kreppa og hungur sem fer svona illa með fólk ??? Eða kannski að hrossakjétsátið á Hótel Varmahlíð hafi farið illa í maga.......

Jæja nú er svefngalsinn að fara með mig. Bara tveir tímar í að ég geti skriðið undir sængina mína og farið inní draumalöndin þs engin kreppu er að finna.

Eigið góðan dag Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æji mikið er gott að það séu fleiri sem brynna músum en ég

Hafdis (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

258 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband