Á vaktinni

 

Góðan dag eða ætti ég heldur að segja góða nótt þar sem ég er á næturvakt, þeirri fyrstu af þrem.

Nú er stund á milli stríða og smátími til að skreppa inní bloggheimal

Það fyrsta sem ég rak augun í fyrr í dag eða réttara sagt í gær var að eldneytisverð hafði dottið niður um nokkrar krónur og ég náttúrulega nýbúin að stútfylla jeppann. Hef sjálfsagt tapað nokkrum krónum fyrir vikið Tounge.

Nú getum við gleymt kreppunni um stund og grátið yfir öðrum hlutum. Má þar fyrst nefna að vort yndislega land komst ekki í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en við biðum lægri hlut fyrir Austurríki og Tyrklandi. Við hverju bjuggumst við eiginlega ? Eins og góður maður sagði við vorum ennþá í torfkofunum með hausinn niður í klof þegar Austurríki skartaði frægasta tónskáldi veraldar þe sjálfum Mosart. En Mosart er auðvitað allur og búinn að halda uppá 250 ára fæðingarafmælið og við búum ekki lengur í torfkofum en 300 milljónum króna hefur verið kastað í þessa kosningabaráttu sem átti að koma okkur í þetta blessaða ráð. Bölvuð sóun á fjármunum ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum.

Breska blaðið The Times sagði að við hefðum orðið fyrir enn einni auðmýkingunni á alþjóðavettvangi með því að tapa kosningu í öryggisráðið. Þetta kallast að snúa hnífnum í sárinu ! Bretar halda semsagt uppteknum hætti og halda áfram góðri landkynningu fyrir okkar hönd......Svo ætlum við að láta þetta lið taka yfir loftrýmiseftirlitið í desember. Ég er sammála Össuri um að það getum við ekki boðið þjóðarstoltinu okkar uppá. Amen.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband