18.10.2008 | 06:11
Á vaktinni
Góðan dag eða ætti ég heldur að segja góða nótt þar sem ég er á næturvakt, þeirri fyrstu af þrem.
Nú er stund á milli stríða og smátími til að skreppa inní bloggheimal
Það fyrsta sem ég rak augun í fyrr í dag eða réttara sagt í gær var að eldneytisverð hafði dottið niður um nokkrar krónur og ég náttúrulega nýbúin að stútfylla jeppann. Hef sjálfsagt tapað nokkrum krónum fyrir vikið .
Nú getum við gleymt kreppunni um stund og grátið yfir öðrum hlutum. Má þar fyrst nefna að vort yndislega land komst ekki í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en við biðum lægri hlut fyrir Austurríki og Tyrklandi. Við hverju bjuggumst við eiginlega ? Eins og góður maður sagði við vorum ennþá í torfkofunum með hausinn niður í klof þegar Austurríki skartaði frægasta tónskáldi veraldar þe sjálfum Mosart. En Mosart er auðvitað allur og búinn að halda uppá 250 ára fæðingarafmælið og við búum ekki lengur í torfkofum en 300 milljónum króna hefur verið kastað í þessa kosningabaráttu sem átti að koma okkur í þetta blessaða ráð. Bölvuð sóun á fjármunum ekki síst á þessum síðustu og verstu tímum.
Breska blaðið The Times sagði að við hefðum orðið fyrir enn einni auðmýkingunni á alþjóðavettvangi með því að tapa kosningu í öryggisráðið. Þetta kallast að snúa hnífnum í sárinu ! Bretar halda semsagt uppteknum hætti og halda áfram góðri landkynningu fyrir okkar hönd......Svo ætlum við að láta þetta lið taka yfir loftrýmiseftirlitið í desember. Ég er sammála Össuri um að það getum við ekki boðið þjóðarstoltinu okkar uppá. Amen.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.