Að kvöldi dags.

Gott kvöld. 

Lögreglan vann sannarlega stórvirki í dag þegar hún gerði upptæka fíkniefnaverksmiðju í Hafnarfirði sem nýlega virðist hafa verið sett á fót.  Greinilegt var á öllum ummerkjum að stórframleiðsla átti að eiga sér stað. Manni finnst alveg með ólíkindum að slík verksmiðja skuli finnast hér á litla Íslandi en hún er kannski í takt við ólifnaðinn sem hefur verið á landanum síðustu ár og útrásina glæsilegu.

Já talandi um útrás að þá virkuðu höfðingjar hennar heldur hjákátlegir í upprifjun Kastljóss kvöldsins á þessu umtalaða ævintýri. Þotur og biðlaun komu þar nokkuð við sögu svo ekki sé talað um milljónir og milljarða sem auðvitað voru allar og allir með plússmerkinu fyrir framan. Já og þessu tók maður þegjandi og trúði og treysti þessum stórsnillingum fyrir auðæfum þjóðarinnar eða  vissi maður kannski ekki betur og hélt að þjóðin hefði ekki verið sett að veði. Ég vona svo sannarlega að þessir aðilar sofi virkilega illa þessa dagana því þeir hafa lifibrauð heillar þjóðar á samviskunni Angry.

Mikið kapp er nú lagt að bjarga þjóðarskútunni sem er á góðri leið með að sigla í strand svo ég bregði nú fyrir mig sjómannamáli eins og vinsælt er í dag. Björgunaraðgerðir eru flóknar og ganga hægt.  Alltaf berast nýjar fréttir af fórnarlömbum þessa bága ástands í þjóðfélaginu og ég held að þeim eigi því miður eftir að fjölga eftir því sem dagarnir líða.

Olíutunnan heldur áfram að lækka út í hinum stóra heimi og hefur reyndar aldrei verið lægri en nú. Af einhverjum ástæðum hefur þessi lækkun ekki skilað sér hingað. Í dag fyllti ég jeppann og borgaði fyrir það á fjórtánda þúsund krónur. Sama er að segja um matarkörfuna. Hún hefur hækkað um fleiri, fleiri þúsundir, líka í Bónus. Húsnæðislánið okkar hefur hækkað um 10 þúsund á mánuði og svo mætti lengi telja. Þó svo þetta séu kannski ekki stórar upphæðir í augum sumra safnast þegar saman kemur.

En svona til að segja eitthvað jákvætt fyrir svefninn að þá fær íslenska landsliðið í knattspyrnu rós í hnappagatið fyrir að vinna Makedóníu á Laugardalsvellinum í gær. Þó svo að okkar menn hafi ekki sýnt snilldartakta að þá skiluðu þeir þremur stigum í pottinn og það er allt sem máli skiptir og heldur þeim inni í keppninni áfram.

Og að þeim orðum sögðum býð ég ykkur góða nótt og megi morgundagurinn verða ofurlítið bjarari yfirlitum en verið hefur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

30 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband