8.10.2008 | 21:43
One way ticket.......
Gott kvöld.
Jæja þá eru Pólverjarnir farnir að fylla flugvélarnar og flýja land. Það kemur vart á óvart í ljósi þjóðfélagsaðstæðna á Gamla Fróni þessa dagana. Ég held að við megum vera heppin að innfæddir fari ekki að hópast erlendis og koma undir sig fótunum þar ef þessi óreiða heldur áfram og óreiðumennirnir komast undan.
En lífið heldur áfram. Minn heittelskaði er fluttur í bílskúrinn og dvelur þar löngum stundum. Nei það er nú ekki þannig að ég sé búin að kasta pilti út heldur er hann búinn að vera á geðlæknavaktinni síðustu dagana og þar er nóg að gera. Ef hann er ekki í vinnunni er hann að afgreiða málin í gegnum símann og þá er mesta friðinn að finna í bílskúrnum. Ekki veit ég hvort þetta tengist því að heimur versnandi fer eða hvað.
Á krepputímum er vert að huga að sparnaði. Ég er virkilega ánægð með að kistan er full af laxi eftir ævintýralegt laxveiðisumar. Hinsvegar er ég farin að iðrast að hafa gefið nokkrum líf, svona ef að það skildi nú bresta á vöruskortur í landinu...... Hef líka verið að spá í leiðir til beins sparnaðar og datt þá í hug að skoða gamla bónusnótu og strika yfir allt sem færi yfir þriggja stafa tölu og sleppa þeim fjárfestingum. Komst þó fljótt að því að þá yrði fjölskyldan að lifa á núðlum einum saman og litla skrudda yrði að hætta að nota bleyju ekki seinna en á morgun.....Verð að reyna að vera hugmyndaríkari hvað sparnaðinn snertir.
Í morgun dróg vinkona mín sem er prestdóttir að austan mig út á langa,laaaanga göngu. Hún var það löng að minnstu munaði að við værum búin að leysa fjármálaóreiðu landsins þegar henni lauk. Við löbbuðum til suðurs og komum við á Hamri einu af tjaldstæðum Akureyringa. Þar blasti við okkur tjald sem greinilega var búið í. Þetta væri náttúrulega ekki í frásögur færandi þar sem þetta er nú tjaldstæði nema það að í dag er 8.október og ekki beint gósentíð fyrir tjaldbúskap. Hvort þetta tengist krepputímum skal ósagt látið en ódýrari búsetumáta er vart hægt að finna því ólíklegt er að gjöld séu á tjaldstæðum á þessum árstíma....
Það er bölvaður púki í mér í kvöld svo ég held að sé mál að linni. Eigið góða nótt og ljúfar draumfarir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
það er fátt sem maður fær fyrir tveggja-stafa tölu - kannski færðu taubleyjur fyrir lítið .
Ekki vildi ég vera í tjaldi í október ( nenni að vísu aldrei að vera í tjaldi). Var tjaldbúinn nokkuð að hita sér núðlur á prímus?
Góða nótt og dreymi þig líka vel
Sigrún Óskars, 8.10.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.