5.10.2008 | 10:52
Haustþing á Akureyri
Góðan sunnudag.
Í gær fór ég á Haustþing læknafélags Akureyrar og Norðausturlandsdeildar félags íslenska hjúkrunarfræðinga. Þingið var haldið í Menntaskóla Akureyrar og var í alla staði mjög vel skipulagt.Þema þingsins var : Bráðaþjónusta á landsbyggðinni. Þar mátti hlýða á áhugaverða fyrirlestra dansk-norska svæfingalæknisins Torben Wisborg um bráðaþjónustu í Norður-Noregi en hann starfar í Hammerfest sem er um 17 þúsund manna bær. Í strjálbýli Norður Noregs verða hræðileg slys eins og annars staðar en þau gerast ekki oft og því ríður á að heilbrigðisstarfsfólk haldi sér í æfingu í meðhöndlun slíkra bráðatilfella.Þar hefur Wisborg ásamt öðrum sett á laggirnar áhrifarík og kostnaðarlítil námskeið þar sem heilbrigðisstarfsfólki er kennt að starfa sem teymi í bráðatilvikum. Þessi námskeið hafa teygt anga sína til Íraks þs lögð er áhersla á að kenna heimafólki að veita fyrstu hjálp sem oft skiptir sköpum þegar óbreyttir borgarar stíga á jarðsprengjur. Aðaláhersla er lögð á að kenna fólki að starfa í hóp þs hver hefur sitt ákveðna hlutverk sem svo sparar dýrmætan tíma þegar á hólminn er komið. Hann líkti þessu hópstarfi við þau teymi sem starfa í kappakstrinum en þeir sem hafa fylgst með honum vita að slík teymi vinna verkin sín hratt og skipulega og bíllinn kemst aftur á rétta braut á nokkrum sekúndum.
Ég tel víst að heilbrigðisstarfsfólk á landsbyggðinni á Fróni gæti nýtt sér þessi námskeið með því að sníða þau að íslenskum aðstæðum og nota innan og utan sjúkrastofnana.
Starfsmenn slökkviliðs og sjúkraflutninga leyfði gestum síðan að skyggnast inní störf þeirra meðal annars með því að setja á svið hjartastopp og fyrstu meðferð við því og síðan var einnig sett á svið bílslys þs þurfti að ná viðkomandi út með klippum.
Of langt mál yrði að nefna alla fyrirlestra þingsins en þó langar mig að síðustu að nefna pistil Steingríms Sigfússonar þingmanns sem fór ma stórum orðum um að þyrla ætti að vera staðsett hér norðan heiða.Þetta er að sjálfsögðu mikið álitamál.
Semsagt skemmtilegt og fræðandi haustþing. Takk fyrir mig
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
- eurovision
- heidistrand
- ringarinn
- jeg
- jakobk
- jenfo
- jonaa
- larahanna
- sigro
- seth
- siggith
- stebbifr
- solskinsdrengurinn
- tigercopper
- kermit
- postdoc
- ossur40
- ofurbaldur
- bjarni
- bjb
- gattin
- dunni
- esv
- hallgrimurg
- heidathord
- hlynurh
- lax
- kollakvaran
- reisubokkristinar
- palmig
- ragjo
- sedill
- sesdoc
- svavaralfred
- nautabaninn
Athugasemdir
Er Akureyri ekki álíka stór og Hammerfest?
Alltaf gaman að fara á svona þing - finnst mér, bara alltof lítið í boði fyrir okkur innanlands.
Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 11:19
Jú þessir bæir eru svipaðir að stærog aðstæður að mörgu leyti svipaðar. Já það mætti sannarlega vera meira í boði hér heima. Það er reyndar annað þing framundan í lok okt.en það er hjá gjörgæslu og svæfingahj.fr. og á að halda í Reykjavík.
guðrún jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.