15.9.2008 | 15:05
Kafbátadraumar og fleira.
Góðan og margblessaðan.
Veðurblíðan heldur áfram að umvefja menn og málleysingja norðan heiða. Já þetta er eiginlega bara með ólíkindum og það er bara að njóta.

Hvalirnir okkar eru líka á sínum stað og hefur að ég held, ekki fjölgað meira í þessum skrifuðu orðum. Heyrði á Rásinni áðan að fólk var beðið um að fara varlega á ökuknúnum farartækjum úti á Pollinum þs slík tæki gætu styggt skepnurnar og hugsanlega rekið þær uppí fjöru. Held að það hafi verið orð í tíma töluð því menn eru dálítið villtir á bátunum sínum þessa dagana
Á forsíðu Fréttablaðsins má lesa um hugsanleg kaup á kafbáti sem á að þjóta um Eyjafjörðinn. Ef það hefði verið 1.apríl í dag hefði þessi frétt strax legið undir grun en þs það er 15.september hlýtur eitthvert sannleikskorn að liggja að baki. Kafbáturinn yrði fyrir 36 farþega og myndi fara á 5-12 sjómílna hraða um fjörðinn til að skoða undur hafsins og elta hvali í leiðinni. Gripurinn myndi kosta um 400 milljónir króna svo það er spurning hvað túrinn um fjörðinn myndi kosta ???? Líklega meira en td mánaðarlaun ljósmæðra !!! En hugmyndin er stórgóð .
En yfir í allt aðra sálma. Unglingurinn spilaði síðasta leik sumarsins með 2. flokki KA á KA vellinum í gær.Mótherjarnir voru erkifjendur vorir þe Þór. Leikurinn fór 1:1 og ekki var mikið um tilþrif hjá okkar mönnum. Eftir leik fengum við að heyra líklega ástæðu.Þeir veiktust flestallir af magakveisu rétt fyrir leik með tilheyrandi Gullfoss og Geysi .

Líklegt er að um matareitrun hafi verið að ræða en þeir snæddu hádegisverð á einum af veitingastað bæjarins 2-3 tímum fyrir leik. Þetta er leiðinlegt fyrir alla aðila og hefur líklega tekið af okkur sigur þs við unnum þá 4:1 í fyrri leiknum. Annars var þetta einnig sögulegur leikur þs þetta var síðasti leikur sem spilaður var á grasi á KA vellinum en framkvæmdir við nýjan gervigrasvöll hefjast innan skamms. Þá voru strákarnir á elsta árinu í 2. flokki að spila sinn síðasta leik með öðrum flokki sem gerir leikinn líka sérstakan. Áfram KA.
Njótið dagsins og blíðunnar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Athugasemdir
Guðrún hvað er í gangi er verið að skjóta á strákana sem voru að veiða með þér í allt sumar gæta og gefa góðráð og þetta er þakirnar það er alveg á hreinu að það verður einhver biðin þangað til að Morgan og Magnum gæda doktorsfrúna það er alveg á kristalhreinu. Já manni getur nú sárnað þó maður fari ekki að há skæla ég hefði alldrei trúað þessu upp á þig , þú af öllum ég er orðlaus
magnum44 veiðigæt (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.