Þankar heimavinnandi húsmóður......

 Góðan daginn.

Ég er ennþá í sumarfríi en þeirri sælu lýkur á föstudaginn kemur.

Það styttist líka óðum í að litla skrudda komist á leikskóla. Ég er farin að telja niður(í laumi)FootinMouth. Það þýðir ekki að mér þykji ekki vænt um dóttur mína en það verður líka gott að fá að gera eitthvað annað og aðeins meira fyrir sjálfan sig. Ég á nefnilega ansi duglega dóttur eins og sumir myndu kalla það, aðrir myndu eflaust telja hana góðan kost í flokk ofvirkra barna. Ég held samt að hún sé bara dugleg stelpaWink. Á um hálfri klukkustund í morgun komst hún í handsápudallinn og málaði gólfið og sjálfan sig með henni að sjálfsögðu. Meðan mamma gamla þurrkaði ósómann upp náði hún í sjampódall föður síns og það fór sömu leið. Hún klikkti svo út með því að skreyta sig og innréttinguna á baðinu með meiki móður sinnar......... Já þetta er mikill dugnaður í barni sem er rétt orðið 2ja ára.......  En þessi elska sefur ennþá  á daginn og þá lætur mamma gamla hendur standa fram úr ermum. Í dag þreif hún td eldhússkápana hátt og lágt. Já ég veit það er langt til jóla en trúið mér það var kominn tími á skápa og hilluþvott. 

Annars tíðindalítið á mínum vígstöðvum hér norðan heiða. Það er orðið svolítið haustlegt en veðrið er þó gott ennþá.  

Eigið góðan dag.

Smá Mamma Mia fílingur í lokin. (tekið af youtube.com) 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

246 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband