Lífið að færast í fastar skorður

Góðan og blessaðan föstudag sem þýðir að helgin er framundanSmile. Lífið smásaman að færast í eðlilegar skorður eftir flandur sumarsins. Heimasætan komin í 4.bekk í Lundarskóla í nýjan bekk og með nýjan kennara. Vonum að það verði farsælt. Tónlistaskólinn byrjar í næstu viku og þá verður rykið þurrkað af gítarnum og klarinettinu. Svo verður fótboltinn á sínum stað og í þessa upptalningu bætist að heimasætan ætlar að vera í skólakórnum líka. Það er eins gott að daman muni eftir að taka vítamínið sitt því nóg verður að gera. 

Litla skrudda byrjar í aðlögun á leikskólanum 15. september. Það verður mikil breyting fyrir mig sem hef verið að mestu heima hingað  til fyrir utan mína 40 % vinnu á gæslunni. Ætla að bæta aðeins við mig vöktum svona til að vinna fyrir leikskólaplássinuWink

Unglingurinn bíður eftir að MA byrji. Hann er búinn að vera í boltanum með KA í sumar og þeir héldu sæti sínu í A-deildinni í 2.flokki í sumar sem er góður árangur. Nú fyrst fótboltinn er kominn á blað er vert að geta þess að Liverpool er komið áfram í Meistaradeildina en það munaði mjóu og þurfti rúmlega tvo leiki móti belsgíska liðinu Standard Liege til að úrslit lægju ljós fyrir. Þá verð ég að hrósa FH ingum sem gerðu jafntefli á móti úrvalsdeildarliðinu Aston Villa á Villa Park í gær í Evrópukeppninni. Okkar menn spiluðu fínan fótbolta og gaman var að sjá að allavega 3 drengir úr 2.flokki FH voru í liði FH í gær. En þetta var nú smá útúrdúr.

Grasekkjutímabili mínu lýkur senn en minn heittelskaði brennir í hlað á eftir, eftir 3 daga úthald í Húseyjarkvísl í Skagafirði sem hefur að mér skilst gengið þokkalega og gefið nokkra laxa og sjóbirtinga. Þegar líður á daginn verður rykið dustað af fótboltaskónum því fyrir liggur foreldrafótbolti hjá 6. flokki í KA. Það þýðir að foreldrar spila á móti ungviðinu og verður gaman að vita hvernig það ferFrown. Hef heyrt því fleygt að það hafi stundum endað með ferð á slysadeildina........

Njótið helgarinnar Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnublogg

Höfundur

Guðrún Una Jónsdóttir
Guðrún Una Jónsdóttir
Eiginkona, móðir, stundum svolítið þreytt húsmóðir, ekki amma ennþá , ofurhjúkka í 40 % starfi og veiðikona.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Christina Agulilera - Beautiful
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

246 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • wpid-weight lifting
  • IMG_6662
  • IMG_1090
  • IMG_1144
  • 75808_700_w

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband