27.8.2008 | 13:30
Beðið eftir strákunum
Góðan og blessaðan daginn.
Aldrei þessu vant rignir hér norðan heiða og var nú kominn tími til eftir mikið þurkkasumar.
Von er á handboltadrengjum Íslands frá Kína og verður tekið á móti þeim með mikilli viðhöfn enda vel við hæfi eftir ævintýralegan árangur á Ólympíuleikunum í Kína. Sögur fara líka af ævintýralega háum ferðareikningum Þorgerðar Katrínar og fylgdarliðs vegna leikanna sem verður dregið frá fjármagni Menntamálaráðuneytisins. Þau hafa sjálfsagt ekki valið ódýrasta ferðamátann og finnst mér að þessir peningar væru betur komnir annarsstaðar. Einhverjir kunna þá að segja að hún sé nú sjálfur Menntamálaráðherrann og Ólympíueitthvað og strákarnir okkar unnu jú silfur en einhversstaðar verður að draga mörkin. Henni hefði kannski dugað að fara eina ferð til Kína og piltarnir hefðu líklega náð öðru sæti þó svo hún og Kristján hefðu verið heima eins og meiri hluti þjóðarinnar. Óli og Dorrit "stórasta" voru líka drjúg á pöllunum.....
Ég er grasekkja þessa dagana því bóndinn er stunginn af í veiði í Húseyjarkvísl. Einhverjir hefðu kannski haldið að hann og frændur hans hefðu fengið nóg eftir suðurtúrinn en þegar kemur að veiði fá þessir snillingar aldrei nóg. Ég reyndi eindregið að smokra mér með en fékk skýr skilaboð um að þetta væri karlaferð og engar konur leyfðar...... Síðast þegar spurðist til míns heittelskaða hafði hann fengið 10 punda sjóbirting sem var snarvitlaus og var gefið líf eftir fjöruga löndun.
Eigið góðan dag .
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.