26.8.2008 | 21:06
Sagan öll......
Daginn !
Best að klára söguna frá í gær og loka hringnum. Þegar frá var horfið vorum við komin í Þykkvabæinn við ósa Hólsár sem er neðsti hluti Rangánna ef svo mætti segja. Það fer miklum sögum af fiskeríi í Rangánum en sá fiskur gengur náttúrulega upp Hólsána fyrst til að komast upp á dýrari svæði í ánni.

Veiðin hófst að morgni fimmtudagsins 21.ágúst og voru keyptar tvær stangir í einn dag sem skiptust á 5 aðila. Byrjað var í ósnum sjálfum og fengust 6 laxar þar. Seinni hluta dagsins var eytt á efra svæði Hólsár og þar var heldur betur líf í tuskunum. Alls komu 22 laxar á land þar í bölvuðu roki og rigningu.

Ég hafði einsett mér nota bara flugustöngina en vegna veðursins var þeirri áætlun breytt aðeins og gamla kaststöngin var sett saman líka. Reyndar fékk ég fyrsta flugulaxinn minn þennan dag en fékk dygga aðstoð við kastið sjálft af engum öðrum en stórveiðinaglanum Herði Birgi Hafsteinssyni sem er margfrægur í laxveiðiheiminum.....

Alls náði ég fjórum löxum á land í Hólsánni og var að vonum ánægð með afrekið þó svo aðeins einn hafi verið tekinn á flugu. (Pálmi gleymdi að nefna þetta með vindinn á kastnámskeiðinu í íþróttahúsinu í vetur....).

Heimasætan fékk líka að spreyta sig á Hólsárbökkum og viti menn að á innan við tíu mínútum var hún komin með einn á og landaði maríulaxinum stuttu seinna.

Beit að sjálfsögðu í uggann með viðhöfn.
Þegar líða tók á kvöldið voru menn orðnir býsna þreyttir og ekki man ég til þess að þeir bræður Biggi og Sævar hafi hætt að veiða áður en veiðitíma lauk.....Það var því gott að skríða undir sæng í fellihýsinu og láta sig dreyma um Iðu og alla stórlaxana þar en þangað var förinni einmitt heitið daginn eftir.
Veðurguðirnir voru okkur hliðhollir að morgni næsta dags eftir vatnsveður gærdagsins og gátum við því pakkað fellihýsinu saman þurru. Stefnan var síðan sett á Iðu en það veiðisvæði eru ármót Hvítár og Stóru Laxár skammt frá Skálholti. Stuttur stans var gerður á veitingastað í Laugarási til að horfa á Íslendinga jarða Spánverja og var að sjálfsögðu glatt á hjalla. Í sigurvímu var því haldið til veiða í Iðu kerlingunni. Stóra Laxá var ansi lítil og vatnaskilin því nálægt landi.

Um kaffileytið fór hinsvegar að rigna heldur hressilega sem líklega var bara til hins betra. Nú var líka stefnt á að setja í fyrsta flugulaxinn án allrar hjálpar. Nokkuð hvasst var á miðunum og því býsna torsótt að koma agninu á réttan stað en allt gekk þetta nú upp og fyrr en varði var hann á og púlsinn tók hressilegan kipp. Þetta var um 5 punda hrygna sem gekk vel að landa.

Flestallir fengu fisk þennan dag en við vorum með 3 stangir.

Biggi magnveiðifélagsmeðlimur með meiru fékk meira að segja einn alvöru sem var um 96 sm á lengd og var honum að sjálfsögðu gefið líf. Annars voru þetta smálaxar á bilinu 4 til 7 pund, sama stærð og í Hólsá. Daginn eftir var veitt fram að hádegi og var líf á miðunum í öskrandi úrhelli og roki. Alls fengust 15 laxar og einn sjóbirtingur í Iðu okkar að þessu sinni sem er fínt.

Ég skrapp niður að hamri (rétt við Hvítárbrúna) rétt áður en veiðitíma lauk og fékk tvo á Devon á um 15 mínútum en ekki er hægt að kasta flugu á þessum stað. Báðir fengu líf þar á meðal 82 sm nýrunnin hrygna. Það er reyndar í fyrsta skipti sem ég sleppi fiski en verður mjög sennilega ekki í það síðasta því það var góð tilfinning. Semsagt velheppnuð veiði í bæði Hólsá og Iðu og allir undu sælir með sitt.
Áfram var haldið hringinn og keyrt til Reykjavíkur með viðkomu í Kringlunni að ósk heimasætunnar. Síðan gistum við hjá Sævari sem líka er magnveiðifélagsmeðlimur og reyndar bróðir Bigga stórveiðimanns. Tókum daginn snemma til að horfa á úrslitaleikinn í handboltanum á ÓL og þarf ekki að fjölyrða um úrslit hans. Þá var höfuðborgin kvödd og hringnum lokað með viðkomu á Víðimelnum góða í Skagafirði. Sem sagt skemmtileg ferð í góðum félagsskap.

Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Um bloggið
Gunnublogg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Arnarsetrið Vefmyndavél af arnarhreiðri við Breiðafjörð,smellið á arnarsetrið sem er til vinstri á síðunni.
- Facebook.com
- Mokveiðifélagið Skagafirði Doktorinn,Magnum, Smiðurinn,Djammarinn og fleiri góðir
- Margrét
- Grétublogg
- Hjúkrunarfélag Íslands love,tender,care
- Líkamsræktin Bjargi Blóð,sviti og tár
- Kaupþing money,money,money.....
- Skólamáltíðir nammi,nammi,namm
- norskt dagblað norske nyheter
- Menntaskólinn á Akureyri menntun er máttur
- gamla góða Ríkissjónvarpið þetta gamla,góða
- Stangveiðifélag Akureyrar lax,lax,lax og aftur lax.....
- Fjársýsla ríkisins/vinnustund vaktirnar mínar
Bloggvinir
-
eurovision
-
heidistrand
-
ringarinn
-
jeg
-
jakobk
-
jenfo
-
jonaa
-
larahanna
-
sigro
-
seth
-
siggith
-
stebbifr
-
solskinsdrengurinn
-
tigercopper
-
kermit
-
postdoc
-
ossur40
-
ofurbaldur
-
bjarni
-
bjb
-
gattin
-
dunni
-
esv
-
hallgrimurg
-
heidathord
-
hlynurh
-
lax
-
kollakvaran
-
reisubokkristinar
-
palmig
-
ragjo
-
sedill
-
sesdoc
-
svavaralfred
-
nautabaninn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.